Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 52
46
BÚNAÐARRIT
fyrirfram búast við því, að það sé eigi meðal hinna
smitandi sjúkdóma, að menn hafa náð beztum ár-
angri viðvíkjandi orsökum ónæmisins, heldur meðal
þeirra, sem ekki eru smitandi. Ég get ekki látið undir
höfuð leggjast að nefna eitt af þessum dæmum sakir
þess, að það hefir mjög mikla þýðingu fyrir allar
plöntukynbætur.
Við rannsóknir á harðgjörvi hveititegundanna sýndi
sænski erfðafræðingurinn Nilsson-Ehle fram á, að
mótstaðan gegn kulda var háð nokkrum arfberum,
er unnu í sömu átt.
G.reiningin í Fa fór yfir venjuleg takmörk, og með
því að æxla saman tvær plöntur, sem báðar voru í
meðallagi harðgerðar, fengust í F;i bæði mjög harð-
gerðar og eins mjög veikhyggðar plöntur.
Með þessu skýrðist arfgengi harðgjörvisins, en voru
menn jni nokkru nær um orsökina? Auðvitað ekki,
jjví að þólt menn viti hvernig eitthvað er, j)á er ekki
víst, að menn viti af hverju það er svo. En j)að var
annar sænskur vísindamaður, lífeðlisfræðingurinn
Bencjt Lidforss í Lundi, sem fann lausnina á ])essu.
Stuttu eftir síðustu aldamót sýndi hann fram á, að
dauði vegna ofkælingar, kal, kemur fyrst fram við
ákveðið kuldastig, sem er mismunandi hátt eða lágt,
eftir því, hvaða tegund plantna á í hlut. Dauðinn kem-
ur fyrst, er eggjahvítan í fryminu hnyklast saman
(koagulerer). En — hér kemur mikilvægasta atriðið
—, ef fruman inniheldur sylcur, j)á varnar hann j)ví
að eggjahvítan hnyklist saman, j>ótt kuldinn fari nið-
ur fyrir j)að, sem annars, og án sykurs, hefði valdið
dauða frumunnar. Sá sykur, sem er uppleystur í
plöntunni liefir í för ineð sér aukna mótstöðu gegn
kali.
Ef vér athugum mótstöðu hveititegundanna gegn
kali, finnum vér hið fullkomnasta samræmi milli
harðgjörvis og sykurinnihalds tegundanna. Hér eru