Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 27
B Ú N A Ð A R R I T
21
hnýðissmitun o. f 1.), jarðsmitun og loftsmitun. Venju-
legast hefir sami sjúkdónmrinn fleiri en eina af þess-
um leiðum til smitunar. Ef við virðum kartöflumygl-
una fyrir okkur, þá breiðist þessi veiki út með loft-
smitun og hmjðissmitun: Vörtupestin hefir bæði
jarðsmitun og' hnýðissmitun. Stikilsberjasveppurinn
útbreiðist með loftsmitun, berjasmitun (= fræsmit-
un) og græðlingasmitun o. s. frv. Við að athuga bina
einstöku smitunarhætti, fæst bezt yl'irlit yfir aðalað-
ferðirnar við útrýmingu sóttkveikjanna.
a. Fræsmitun. Ef sóttkveikjurnar fylgja fræjum,
útsæðiskartöflum, blómlaukum eða öðru þess háttar,
er mögulegt að koma heilbrigðiseftirliti við og eyði-
leggja sóttkveikjurnar. Og það liggur algerlega í
valdi bóndans, að nota aðeins heilbrigt útsæði. En
hvernig á að tryggja sér heilbrigt útsæði? Fyrst
og fremst með því að nota iitsæði af heilbrigðum
plöntum. Sáðbygg, sem er uppskorið af brunasýktum
ökrum, er ávalt sjúkt af bruna. Jarðepli úr kartöflu-
mygluðuin eða blaðvefjusjúlcum görðum, eru ávallt
smituð o. s. frv. Fyrst og fremst verður að hafa
nánar gætur á framleiðslu útsæðisins, ef inögulegt
er, eða þegar útsæði er aðkeypt, verður að krefjast
fullar tryggingar fyrir því, að inóðurplönturnar
bafi verið nægilega hraustar. En með þessu er þó
langt frá, að varúðarreglunum sé lokið. Sé um út-
sæðiskartöflur eða heilar plöntur að ræða, verður að
athuga það gaumgæfilega, áður en þeim er komið fyrir
í moldinni, og öllu sem er sjúkt eða grunsamt, verður
að tortíma. Noti menn t. d. þurrotnaðar, vothlettóttar
eða allt ol' litlar kartöflur, mega þeir ekki furða sig
á því, þó kartöflumygla, njólasýki eða blaðvefjusýki
(Bladrullesyge) geri bæði snemma og harkalega vart
við sig í görðunum.
Sé um sáðkorn eða fræ að ræða, þá er aöstaða
manna stórum betri, því með góðri hreinsun er unnt