Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 109
BÚNADARRIT
103
vessana, verður eí' til vill óleyst um aldur og œfi, sakir
þess, að hin vísindalegu tæki vor eru ekki nógu góð.
VI. Sjúkdómar af ólífrænum orsökum.
Niðurlag.
í undanfarandi köflum hefir aðallega verið rætt um
smitandi plöntusjúkdóma, og vér höfum komist að
raun um, að orsakir þeirra eru sýklar, sveppar og
hakteríur, eða smitvessar. Á stöku stað höfum vér þó
kynnst sjúkdómum, sem ekki eru smitandi (fysio-
gene Sygdoinme). Til dæinis munið þér eftir dilaveiki
hafranna, sem ég minntist á til þess að skýra næmi
plantnanna og til þess að sýna fram á, að næmið væri
undir mörgum arfberum komið.
í þessum kafla mun ég taka nokkur dæmi svona
sjúkdóma, er orsakast af innri gerð og byggingu
plantanna, og í stuttu yfirliti geri ég dálitla grein
fyrir lífskjörunum í sambandi við plöntusjúkdóm-
ana.
Sé leitað að skýringu á orðinu: plöntusjúkdómur
í hókum um plöntusjúkdóma þarf eigi að leita lengi
að henni, — en áður en varir rekst maður á aðra
skýringu og svo á þá þriðju, og allar eru þær sitt á
hvað. Erfiðleikarnir við skýringuna eru ekki að finna
hana, heldur að velja þá réttu og vér skulum taka
Jiessa: Plöntusjúkdómur er óvenjulegt ástand plöntu,
sem er afleiðing utan að komnndi áhrifa. Vér leggjum
sérstaka áherslu á utan að komandi áhrif, og með
því tökum vér undan öll innan að komandi áhrif, en
það eru ýmsir arfgengir gallar á gerð plöntunnar.
Dæmi slíkra arfgengra galla eru nijög tíð meðal rækt-
aðra garðplantna: Grátvíðir, blóðbeyki, randagras o.
fl. o. fl. Þessar plöntur eru afbrigðilegar, en þær eru
ckki veikar. Aftur á móti teljum vér þær plöntur veik-
ar, sem taka á sig óvenjulegt ástand, sakir utan að