Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 71
B Ú N A Ð A R R I T
65
orðið í vil einu eða í'leirum smitunarafbrigðum, sem
ekki höfðu nein þróunarskilyrði á hinni uppruna-
Jcgu plöntu. Og meðal þeirra afbrigða, er nutu góðra
skilyrða hjá tilberunum, hefir a. m. k. verið eitt, sem
gat sýkt þá plöntu, sem í upphafi reyndist ónæm.
Þetta úrval meðal smitunarafhrigðanna liafa menn
ranglega álitið breytingu á arfgengi sveppsins. í hin-
um nýju tilraunum Stakmans og Hammarlunds liafa
uðeins verið notuð einstök smitunarafbrigði, í raun
'Og veru „klon“, og þá fengu tilberarnir í engu um
þokað smitunarafli þeirra.
Þessar tvær frásagnir um áhrif tilberanna á smit-
unarafbrigðin er unnt að samræma, hversu undarlegt,
sem það kann að virðast, og samræmið er í því fólgið,
að sérhvert smitunarafbrigði heldur óbreyttu eðlis-
fari sínu, smitunarafli sínu, þrátt fyrir utanaðkom-
andi áhrif.
Af þessu höfum vér þá lært, að unnt muni vera að
„framleiða“ „ný“ smitunarafbrigði með úrvali, alveg
eins og nýjar nytjajurtir. Smitunarafbrigði, sem áður
hafa lifað við sult og seyru, geta allt í einu, með breytt-
um lífsskilyrðum, fengið þarfir sínar uppfylltar, svo að
þau ná ágætum þroska, því að önnur afbrigði veslast
upp. Svona tendrun leynds lifsþróttar er hugsanleg
vegna vaxtar á nýrri plöntutegund, vegna sérstaks
veðurfars eða annara atvika, sem velja úr og örfa
vöxtinn.
Ef til vill verður að líta á það út frá þessu sjónar-
miði, er ónæmi gegn einhverjum plöntusjúkdómi
bregzt allt í einu. Eins og þegar t. d. „Panserhveiti“
II allt í einu varð næmt fyrir gulryði fyrir einum
áratug. Það er mögulegt að „myndast“ hal'i nýtt smit-
miarafbrigði við úrval meðal þeirra smitunarafbrigða,
sem til voru á ræktunarstaðnum.
Það er hugsanlegt, að „ný“ sinitunarafbrigði komi
■allt í einu fram á sjónarsviðið, er eitthvert, áður ó-