Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 26
20
B Ú N A Ð A lt R I T
2. Útrýming.
Það er augljóst, að útilokunar- eða fyrirbyggingar-
aðferðinni er aðeins unnt að beita gegn þeim sjúk-
dómum, sem annaðhvort eru alls ekki til í landinu
eða hafa mjög takmarkaða útbreiðslu innan lands-
ins. Framkvæmd þeirrar aðferðar fellur burt af sjálfu
sér, gegn þeim fjökla mörgu sjúkdómum, sem þegar
eru til í landinu og hafa ef til vill haft bólfestu þar og
valdið tjóni frá alda öðli. Hér verður því baráttan
návígi en ekki herkænska. Plöntusjúkdómafræðin
getur búið til vopnin, en hver einstaklingur verður
að beita þeim eftir beztu getu. Eins og návígið er háð
með árásum og vörnum, eins verður baráttan gegn
sjúkdómunum flð vera fólgin í útrýmingu sóttkveikj-
anna og verndun þeirra plantna, er standa í hættu.
Áðan spurðum vér réttilega: Er unnt að útiloka
sóttkveikjur frá einhverju nánar tilgreindu lands-
svæði? Og svarið varð bæði já og nei. Ef vér spyrjum
svo al’tur: Er unnt að útrýma sóttkveikjum af ein-
hverju svæði, verður svarið einnig það sama; bæði já
og nei. Ef vér með útrýmingu sóttkveikja eigum við
fullkomna eyðingu þcirra af yfirborði jarðar, verður
svarið neikvætt, en ef vér eigum við næstum því al-
gerða útrýmingu sjúkdómsins á einhverjum stað, get-
ur svarið orðið jákvætt, því að slíkt er mjög oft unnt
að framkvæma.
Til þess að gefa yður nokkra hugmynd um þær
aðferðir, sem hér eru notaðar, verð ég að koma fram
með nokkrar almennar hugleiðingar um plöntusjúk-
dómana. Eins og áður hefir verið minnst á, geta sótt-
kveikjurnar ýmist fylgt veikum plöntum og plöntu-
hlutum, sérstaklega fræi, laukum, jarðstönglum, græð-
lingum o. f 1., eða lifað i jörðinni, þar sem plönturnar
eru ræktaðar, eða þá farið loftleiðina frá veikri plöntu
til heilbrigðrar. í þessum þrem tilfellum er þá að
ræða um fræsmitun (smitun með útsæði, lauksmitun,