Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 133
BÚNAÐARRIT
127
í þeim svo að segja öllum. Af þessu virðist mega draga
þá ályktun, að óþarft sé að hafa kjarnfóðriö mjög
eggjahvíturíkl. Kýrnar munu yfirleitt ekki éta fleiri
fóðureiningar af tööunni frá í sumar en svo, að eggja-
hvítuefnin dugi í jafnmarga lítra af mjólk og fóður-
einingarnar. Aðeins í einu sýnishorni af þessum 17 fór
eggjahvítumagnið nokkuð að ráði niður fyrir 100 g pr.
fóðureiningu.
Þá skal ég víkja nokkrum orðum að þeim þrem
töðusýnishornum, sem skáru sig úr, að því leyti að þau
voru miklu lélegri en nokkurt þeirra 17, sem ég nú
hefi skýrt frá. Má þá fyrst nefna töðu frá Birtinga-
holti. Hún mun hafa verið síðslegin, lirakin og orn-
uð, enda virðast eggjahvítuefni hennar vera ómeltan-
leg að mestu. Rannsóknin sýnir aðeins 1,4% af melt-
anlegum eggjahvítuefnum. Annað sýnishornið var úr
sér sprottin nýræktartaða frá Hrafnkellsstöðum. Af
henni virtist þurfa 4 kg. í fóðureiningu með 80 g. af
meltanlegum eggjahvítuefnum. Hið þriðja var taða frá
Sámsstöðum, slegin 10—20 júlí, og hirt úr göltum þann
1. ágúst. Fóðurgildið var þannig að 3,5 kg. virtust fara
í fóðureiningu ineð 95g. af meltanlegum eggjahvítu-
efnum. Um þetta fóður má segja, að eftir rannsókn-
unurn að dæma, virðist það algerlega óhæft til mjóllt-
urframleiðslu. Kýr munu ekki éta meira af því en svo,
að það nægi í viðhaldið, og tæplega það af Birtinga-
holtstöðunni.
Þá voru rannsökuð 4 sýnishorn af útheyi, og voru
þau frá þessuin stöðum: Hrafnkellsstöðum, Deildar-
tungu, Birtingaholti og Sámsstöðum, eitt sýnishorn frá
hverjum bæ. Eftir rannsóknunum að dæma voru öll
þessi hey léleg. Mér reiknaðist til að meðalfóðurgildið
væri þannig: að 3,4 kg. færu í fóðureininguna með 107
g. af meltanlegum eggjahvítuefnum. Sýnishornin voru
öll tekin úr meira og minna hröktum heyjum. Annars
eru útheysrannsóknirnar allt of fáar til þess að liægt