Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 80
74
B Ú N A Ð A R R I T
mannasjúkdómum. Og því fannst þeim engin ástæða
til að trúa öllu því, sem amerísltir galgopar héldu fram.
Þeir drógu sig í hlé, en sumir hinna fremstu sveppa-
fræðinga neituSu jafnvel algjörlega að bakteríur
gætu valdið plöntusjúkdómum. Árið 1900 var harð-
vítug deila í Centralblatt fiir Bacteriologie um þetta
efni milli Erwin Smitbs og Alf. Fischers, sem var
einna frægastur allra hakteríufræðinga í Evrópu.
Þótt gamlar erfðavenjur væru því til fyrirstöðu,
að vísindainenn í Evrópu viðurkenndu almennt hina
nýju stefnu Ameríkumanna, voru þó til menn á með-
al þeirra, sem aðhylltust hana. Fyrst og fremst her
þá að nefna ./. H. Wakker, hollenzkan plöntusjúk-
dómáfræðing, sem sýndi fram á hakteríusjúkdóm á
plöntum, á sarna tíma og Burrill sýndi fram á orsök
cldsölnunarinnar. Og Wakkcr hafði ekki neina hug-
mynd um uppgötvanir Burrills, er hann komst að
raun um, að sjúkdómur á hýasintum, sem eyðilagði
Jaukana, væri af bakteríuvöldum. Þessi sjúkdómur
lýsir sér sem gulir slímkenndir strengir i hlöðunum,
er smá stækka og breiðast lit, unz laukurinn er sund-
urrotnaður. Hann nefnist gulrotnun (Gulhakteriose)
og er all skaðvænlegur gestur á laukaræktunarstöðv-
uin Hollands. En samtímis er hann mjög svo nytsöm
áminning fyrir þá, sem opna ekki augu sín fyrir nýj-
um stefnum, sakir blindrar vanatrúar.
En hið nýja og rétta sigldi hraðbyri i rétta átt.
Burrill, Wakker og Erwin Smith þurftu aðeins að
]>íða í nokkur ár. Og árið 1920 þekktu menn hakt-
eríusjúkdóma á 150 plöntutegundum, er tilheyrðu
meir en 50 ættum.
Nú skulum vér líta ofurlítið nánar á bakteríusjúk-
dóma plantnanna, og hið bezta yfirlit fáum vér með
því, að líta á einstök dæmi. Síðar getum vér dregið
þessi dæmi sarnan í nokkrar almennar hugleiðingar.