Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 62
56
BÚNAÐARRIT
erfitt eða ómögulegt að ráða fram úr, hvorl sjúkdóm-
ur, sem kernur fram vegna sérstakra lífslcjara, brýzt
út sakir óheppilegra áhrifa kjaranna á plöntuna, eða
sakir heppilegra áhrifa á sníkilinn.
Er rótbruni á rótum og svartfætlur á kartöflum
koma aðallega fram á illa framræstum jarðvegi, er
orsökin áreiðanlega bæði lélégur þroski plantnanna á
þessum stöðum, og liin ágætu smitunarskilyrði, sem
sníklarnir fá i rakanum. Og er nakinn hafrabruni
gerir ekki vart við sig, þegar snemma hefir verið sáð„
er það sakir þess, að sýklarnir þroskast ekki, meðan
jarðvegshitinn er fyrir neðan 6°.
Þessi síðustu dæmi kjarræns næmis, sýna oss nauð-
synina á því, að einnig verður að hafa hliðsjón af eig-
inleikum sýklanna, þegar ónæmi einhverrar plöntu
skal skýrt. Aðra hlið þessa máls, næmi plantnanna,.
hefi ég nú vonandi skýrt nógu greinilega fyrir yður, en
hina hliðina, smitunarhæfileika sýklanna, mun ég
reyna að skýra i'yrir yður í því, sem á eftir fer. Og
þar notum vér sömu aðferðir og áður. Fyrst athugum
vér hina arfrænu og síðar hina kjarrænu smitunar-
hæfileika.
2. Smitunarafl sýklanna.
a. Hið arfræna smitunarafl. Sníkjusveppir þeir„
sem um verður rætt í þessum kafla, eru mjög mis-
munandi að smitunarafli (Virulens). Sumir þeirra
geta sýkt margar tegundir plantna, innan margra
ætta, en aðir eru bundnir við ættirnar eða jafnvel
eina einustu plöntutegund. Þannig getur kímmyglu-
sveppurinn t. d. sýkt svo fjarskyldar plöntur sem
bitur, krossblóm, ertublóm og korntegundir. Mél-
dögg grasanna er aftur á móti, eins og nafnið bendir
til, bundin við grasaættina, og byggryðsveppurinn
lcggst aðeins á byggtcgundir. Getur það ekki vakið
undrun vora, þótt svo fjarskyldar svepptegundir hafi