Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 160
154
BÚNAÐARRIT
færir um að vera máttarstoðir þjóðfélagsins eins og
stjórnarskráin ætlast til af þeim, enda sé hamingja
og' sjálfstæði hvers þjóðfélags óhugsandi, án viturrar,
menntaðrar og sjálfstæðrar bændastéttar. Eftir að
þetta ávarp var sent út um landið, var unnið að því
í 2 ár, að sameina norsku bændurna til félagsskapar
og sameiginlegra átaka fyrir málefnum sínum, og 6.
febrúar 1896 var „Norsk Landmandsforbund“ stofn-
að í Kristjaníu með 253 einstökum félagsmönnum og
81 félagsdeildum, þ. e. bændafélögum („Landmands-
forenginger") í sveitum landsins.
Þetta gat ekki eiginlega talist mikil þátttaka, en það
má um þetta segja að „mjór er mikils vísir“, svo
mjög sem þessi samtök hafa eflst síðan og eru enn
að eflast.
Landmark gamli dósent var fyrsti formaður sam-
bandsins, og var það til il901. Þá tók Johan Melby,
(síðar ráðherra) við til 1905, þá Gunnar Knudsen for-
sætisráðherra til 1906, þá Kleist Gedde til 1909 og svo
Melby aftur og hann hefir verið formaður þess jafn-
an síðan og er það enn.
Landmark lýsir því í endurminningum sínum um
sambandið, hvað fyrir honuin vakti með stofnun þess
m. a. á þessa leið:
„Áhrifin og valdið, sem slík samtölc hafa í har-
áttunni fyrir áhugamálum, liggur öllum í augum uppi.
Enginn getur t. d. efast um, að mörg þau hagsmuna-
mál, sein verlcalýðurinn hefir leitt til sigurs eða áleið-
is til sigurs, væru nú óleyst, ef þeir hefðu engin sam-
tök haft í baráttunni. Og svona er það hvert sem litið
er, að það sannast hið fornkveðna: „Sameinaðir stönd-
um vér“ og „samtök eru máttur“.
Það var með þessa staðreynd fyrir augum annars-
vegar, og hinsvegar vitundin um sundrung og tví-
drægni bændastéttarinnar norsku, og svo í öðru lagi
dæmin frá nágrannalöndunum, þar sem bændurnir