Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 112
10()
BÚNAÐARRIT
nndir þola langtum meiri kulda í heimkynnum
sínum heldur en þau verða t. d. að þola í Dan-
mörku, og þó eru þau álitin óharðgjör þar. Or-
sökin er kalt og rakt haustveður, sem varnar trján-
um að ljúka þroska sínum á eðlilegan hátt, og
leyfir þeim ekki að afla sér þess næringarforða,
sem þeim er nauðsynlegur til þess að standast vetr-
arkuldann.
Nytjajurtir þær, sem ættaðar eru úr hitabeltinu þola
jafnvel ekki lág hitastig. Þannig deyja tómatplöntur,
eða híða alvarlegt tjón, ef þær standa lengi í 5° hita.
Kartöflur eru ekki nærri eins vandlátar, en þær þola
þó ekki frost. En í þessu sambandi er vert að líta
nánar á kartöflujurtina og áhrif hitans á hana, meðal
annars sakir þess, að þá liggja leiðir vorar að hinu
merkilega og mikilsverða spursmáli: Ofkælingu.
I lifandi plöntum verður engin ísmyndun við 0°,
heldur verður hitinn að fara dálítið niður fyrir það
mark. Hjá hinum ýmsu tegundum liggur þessi hiti
milli -7- 0.5° og -:- (i°. Það eru margar orsakir til
þessa: 1. Frymið inniheldur ýms uppleyst efni, sem
lækka frostmagnið samkvæmt lögmálum efnafræð-
innar. 2. Vatnið er bundið af hárpipuaflinu í frum-
unum. Sakir þess hve litlar þær eru, þarf töluvert afl
lil þess að draga vatnið úr þeim, út í millibilin á milli
þeirra, en þar fer ísmyndunin fram, og þetta miðar
einnig að því að lækka frostmagnið. 3. Lífsaflið í
fruminu spornar á móti útrás vatns, og það verður
enn til þess að hindra kal. — Undir venjulegum kring-
umstæðum myndast ís í hverri plöiitu við frostmark
hennar, en þó er þessu ekki alltaf svo varið. Séu gerðar
hægfarn kælingartilraunir á óskemdum plöntum er
unnt að kæla plönturnar miklu meira en þær annars
Jtola, án þess að nokkur ísmyndun eigi sér stað (of-
kæling). En undir eins og hin ofkælda planta er hrist
eða skemd, byrjar ísmyndun.