Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 58
52
B U N A Ð A R R I T
Á tveim síðustu áratugum het'ir hættulegur kart-
öflusjúkdómur, blaðvefjuveikin, vakið á sér athygli
manna. Sjúkdómurinn stafar af „virus“, smitvessa,
sem menn vita það eitt um, að hann er bráðsmit-
nndi. Sé örlitlu af þessum „virus“ komið á heilhrigða
kartöfluplöntu, koma innan skamms öll merki blað-
vefjuveikinnar fram. Hið smitandi efni eykst greini-
lega og breiðir sig um alla hluta plöntunnar og fer að
lokum út í jarðeplin. En með þeim berst það til næstu
kynslóðar. Á kartöfluekrunum berst sýkin frá einni
plöntu til annarar með skordýrum, einkum blaðlús-
um. Blaðvefjuveikin nær því mestri útbreiðslu í heit-
um og þurrum sumrum, þegar mikið er af blaðlús.
Er menn halda áfram að rækta blaðvefjuveikar
kartöflur getur afleiðingin orðið gríðarlegt tjón. Eftir
nokkur ár getur farið svo, að uppskeran verði ekki
meiri en útsæðið var.
Blaðvefjuveikin er aðalorsök hinnar marg um töl-
uðu úrkyrjunar hjá suinum kartöflutegundum, eink-
um þó Magnum Bonum. Með hugtakinu úrkynjun
áttu menn venjulega við minkandi lífsþrótt tegund-
xtnna, sem aðallega lýsti sér í lélegri uppskeru. Menn
héldu, að þessi úrkynjun stafaði af hinni stöðugu
kynlausu æxlun, og höl'ðu einhverjar óljósar hug-
myndir um, að kynlaus æxlun hlyti að draga úr lífs-
þróttinum, væri henni heitt kynslóð eftir kynslóð.
En nú, er hugtök vor eru orðin skýr, virðist oss
þessi hugmynd alleinkennileg. Magnum Bonum er,
eins og önnur kartöfluafbrigði, „klon“, og allir plöntu-
einstaklingarnir því hlutar af hinni upprunalegu
móður. Þessvegna hljóta iill jarðeplin að hafa sömu
erfðaeiginleika og móðirin. Það atriði, xtð hægt sé að
fjölga einstaklingunum með skiptingu, getur ekki
hreytt eiginleikum afbrigðisins á neinn hátt. Sé einu
sinni Iniið að mynda svona afbrigði, hlýtur það að
haldast óbreytt og með sömu vaxtaskilyrðum gefur