Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 81
B Ú N A Ð A R R I T
75
1. Stundum lýsa bakteríusjúkdómarnir sér aðeins
sem sjúkir blettir á blöðunum, eins og við blcttcivciki
káltegúndanna, sem orsakast af Bacterium maculi-
cola. Þessi veiki leggst aðallega á blómkál og hvítkál,
en kemur einstöku sinnum á rósakál, savoykál,
toppkál og rauðkál, en grænkál sýkist varla af henni.
Smitunin á sér stað gegn um loftaugu og útgufunar-
op plantnanna, og veikinnar verður fyrst vart sem
doppóttra, ljósgrænna blelta. Miðbik þessara bletta
verður bráðlega blábrúnt, en í kring um það liggur
Ijósgræn safamikil rák, sem tekur á sig gulan lit,
el' blaðinu er haldið móti ljósi. Ol't læsir sýkingin sig
eftir taugum blaðanna og við það ummyndast þær
og verða brúnar að lit. Blettirnir verða sýnilegir á
báðum hliðum blaðsins og verða oft fjölmargir.
Fyrstu blettirnir eru oftast óreglulegir og 1—4 mm í
þvermál. Sumir þeirra stækka ekki, verða dökkbrúnir
eða næstum svartir, harðir og all áberandi. En ávallt
mótar fyrir gulri rönd í ltringum þá. Þetta einkenni
er mjög gott til þess að þekkja veikina. Aðrir blettir
stækka töluvert, og renna þá stundum hver í annan.
Koma þá stórir brúnvisnaðir flekkir fram. Við gegn-
lýsingu á þessum blettum, eru þeir að sjá eins og
skjágluggar i blaðinu, í dökkri umgerð næst sér og
gulbjört rönd þar utan um.Stundum kemur það fyrir,
að blettirnir bresta eða gat dettur á blöðin, þar sem
þeir hafa verið. Þessi veiki getur orðið mjög áber-
andi, en veldur varla miklu tjóni. Hún er mjög út-
breidd um alla Danmörku.
Varnir: 1. Hinar fyrst sýktu plöntur eru fluttar
burt og eyðilagðar. Svo er sprautað með Bordeaux-
vökva snemma sumars. Moldarbyngir og áburður, sem
innihalda leifar kálplantna, geta leynt sýkinni, og þvi
má hvorugt nota í garða, sem kálplöntur eiga að
vaxa í.
Þótt þessi bakteríusjúkdómur liafi fyrst fundizt i