Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 106
100
B Ú N A Ð A R R I T
legir. Oft vill svo til, að hin venjulegu einkenni tígla-
veikinnar koma ekki fram, en blöðin verða þá ýmist
lilöðrótt eða blaðrendurnar óreglulegar og blaðfiip-
arnir verða þá afarlangir og næstum því striklaga.
Menn vita ekki, hvort þessi einkenni eru afleiðingar
af smitvessum tiglasjúkdómanna, eða hvort aðrar teg-
undir smitvessa eru hér að verki. Áður héldu menn,
að randaveiki tómatplantnanna væri bakteríusjúk-
dómur, en nú er það víst, að smitvessi getur valdið
þessari veiki. — Líku máli gegnir uin einkenni tígla-
veiki á gúrkum.
Varnir gegn tíglasjúkdómunum. Við varnir gegn
líglasjúkdómunum þarf ekki að taka jarðsmitun lil
greina, og fræsmitun er einnig mjög fágæt. Aftur á
móti verður ávallt að minnast þess., að sjúkdóm-
arnir berast á heilhrigðar plöntur með safa og við
kynlausa æxlun. Það er alveg sama, á hvaða hátt saf-
inn berst, ef hann aðeins kemst inn um örlítil sár á
húðinni. Þess vegna verður í fyrsta lagi að gæta þess,
að nota heilbrigðar plöntur til fjölgunar, og við kart-
öflurækt ber sérstaklega að gæta þess, að útsæðiskart-
öflurnar séu eigi of litlar, því að helzt er hætta á, að
þær séu undan sjúkum grösum. í öðru lagi verður að
reyna að varast alla smitun í görðunum, ineð því að
flytja burt allar sýktar plöntur, svo fljótt sem auðið
er. Ennfremur verður, að svo miklu leyti, sem kostur
er, að taka tillit til þeirra plantna, sem geta alið smit-
ið og smitað út frá sér. Þó er þekking vor á þessuin
plöntum enn af svo skornum skamti, að eigi er unnt
að hyggja öruggar varnir á henni. Skordýrum, svo
sem blaðlúsum, verður að reyna að útrýma eí'tir
megni. Allar ræktunaraðferðir, sem valda sárum á
pöntunum, eins og klipping, grisjun, uppbinding o.
fl., verður að framkvæma með mestu varúð. Hnífa
og önnur verkfæri, sem notuð eru til þessa, verður
að sótthreinsa hvað eftir annað, meðan unnið er með