Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 63
BÚNAÐARRIT
57
svo ólíkt smitunarafl. En það, sem kemur þessu máli
við er, hvort hin sáma svepptegund hafi ávallt hina
sömu smitunarhæfileika, eða hvort það sé hugsanlegt,
að það sé mismunur á smitunarafli sveppaafhrigðanna
líkt og mismunur er á næmi plöntuafbrigðanna.
Vér skulum velja sérstakt dæmi. Svepptegundin gul-
ryð getur sýkt hveiti, rúg og hygg. Sjúkdóms-
myndin er hin sama hjá öllum tegundunum og við
smásjárrannsókn á ryðsveppunum kemur það í Ijós,
að þeir eru allir eins að útliti, svo að vér hljótum
að telja þá sömu ættar. En ef vér rannsökum smit-
unarhæfileika þessara þriggja afbrigða og reynum að
smita heilbrigðar rúgplöntur með gulryði af hveiti,
eða að smita byggplöntur með rúggulryði, komumst
vér að þeirri einkennilegu niðurstöðu, að smitun get-
ur ekki átt sér stað milli korntegundanna. Hvað smit-
unaraflinu viðvíkur, þá eru sveppaafbrigðin mismun-
andi, enda þótt þau séu eins að öllu ytra útliti. Það
er hinn sænski plöntusjúkdómafræðingur, Jacob
Eriksson, sem á heiðurinn af því, að hafa upp-
götvað þetta einkennilega atriði meðal ryðsveppanna,
og siðar hafa aðrir plöntusjúkdómafræðingar fundið
líka lifnaðarhætti meðal annara sníkjusveppa. Innan
svepptegundanna geta því fundizt afhrigði, sem eru
eins að öllu Ieyli, nema hvað smitunaraflinu viðvík-
ur. Svona afbrigði er aðeins unnt að greina að, með
flóknum smitunartilraunum, með því að rannsaka
hvaða tegundir hvert afbrigði getur smitað. Eriksson
nefndi þessi afhrigði sérhæf (specialiserede Former).
aðrir hafa ncfnt þau systraafbrigði eða eitthvað ann-
að því líkt. En vér munum nefna þau smitunarafbrigði
(Smitteracer), því að mér virðist það nafn eiga hezt
við.
Eriksson og samverkamaður hans, Henning, feng-
ust aðallega við rannsóknir á kornryðsveppunum, en
þó einlcum á svartryði (Berberis-grasryði). Þeir sýndu