Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 113
B Ú N A Ð A R R I T
107
Frostmark kartöflunnar er 1° og jarðepli, sem
hafa skemmst við upptöku, flutning eða á annan hátt,
frjósa við þetta stig. Það myndast í þeim ís og jarðeplið
deyr. Ef óskemmt jarðepli liggur alveg hreyfingar-
laust er unnt að ofkæla það ofan í -=- 5°, án þess að það
skemmist. Þctta er skýringin á því, að jarðepli geta
legið í jörðu í hörðum vetrum og vaxið á næsta vori.
Eins og þegar hefir verið sagt, byrjar ísmyndun í of-
kældum plöntum undir eins og þær eru hreyfðar eða
skemdar. Þess vegna á líka að láta „frostnar rófur“
standa í moldinni þangað til þíða kemur, því að hrist-
ingurinn við upptökuna hefir ismyndun í för með sér
og þá er strax hætta á að plantan deyji.
Við ismyndunina dregst vatnið út úr frumunum
og fyllir miliihilið á milli þeirra. Af þessum ástæðum
linast hinir frostnu plöntuhlutar og verða hálf gegn-
sæir, því að loftið í frummillibilunum verður að
víkja fyrir vatninu. Við áframhaldandi ísmyndun í
millibilunum víkka þau og rifna, og i vefjunum mynd-
ast ísi fylltar rifur og sprungur. Séu frumurnar lif-
andi er þær þiðna, sjúga þær vatnið aftur í sig, en séu
þær dauðar rennur vatnið út úr plöntunni. — Jarð-
eplakaupmenn hafa þann sið, að stinga þeim jarð-
eplum í vasa sinn, er þeir hafa grun um að séu frosin.
Þetta er fyrirtaks aðferð, sein fljótt tekur af allan vafa.
Ef jarðeplið blotnar mikið, hefir það verið frosið, —
en það er sama og það sé dautt. En blotni það ekki
neitt, þá er óhætt að kaupa jarðeplin. — Rifur þær,
sem myndast við frost halda sér oft í vefjunum eftir
þiðnunina, og bera þá eftir á vitni um það að plantan
hafi frosið. Hvernig þessar sprungur liggja er undir
gerð vefjanna komið, og eru þær alltaf lengstar í þá
átt, sein mótstaða þeirra er minnst.
Plöntur, sem eiga heimkynni sin þar, sem mikið
vetrarfrost er, þola eðlilega ísmyndun í vefjunum, án
þess að þcim verði meint af. Síberiskt lerki er þó