Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 152
140
BÚNAÐARRIT
Um sjálfar tölurnar, sem þessi útreikningur byggist
á, verður ekki deilt. Það má að vísu segja, að fram-
talið sé ekki rétt, en annað réttara liggur ekki fyrir,
og það á að vera rétt talið fram til hreppstjóra.
Um áætlanir mínar um tekjur af meðalbúinu í hverri
sýslu má aftur deila, og þar getur hver einstakur gert
eins og hann telur þær réttastar. En el'tir minni áætlun,
og ég er ekki viss um, að aðrir gera hana réttari, þá
verða brúttótekjur bóndans í Kjósarsýslu mestar, eða
7667 krónur, en minnstar í Austur-Skaftafellssýslu,
eða ekki nema 1747,98.
Langvíðast eru meðaltekjurnar rétt ofan eða neöan
við 2000 kr., og að meðaltali 2600 kr.
Þessi áætlun á meðaltekjum bóndans er þó ekki
tæmandi. Bóndinn hefir nokkrar tekjur, sem hér sjást
ekki. Þar undir heyrir t. d. jarðabótastyrkurinn, sem
að nærri % hlutum fellur í skaut bændanna. Á meðal-
bónda var Iiann 55 kr. árið 1933.
Nokkrir bændur stunda atvinnu utan heimilanna að
einhverju leyti. Gildir það bæði um vegavinnu, slátur-
húsavinnu, vinnu við sjó (á togurum, mótorbátum og
eyrarvinnu) o. fl. í vetur eru t. d. 112 bændur, sem
mér er vitanlegt um, er stunda vinnu á togurum hér
í Reykjavík eða við vélbáta í Vestmannaeyjum. Og á
Vestfjörðum eru venjulega um 200 bændur, sem stunda
sjó frá heimilinu. Hvað meðaltekjur bóndinn kann að
fá á þennan hátt getur enginn sagt, en það er sýnilegt,
að um miklar tekjur getur hér ekki verið að ræða á
meðalbóndann.
Þá er allvíða útræði, sem bændur stunda. Er i sum-
um sýslum, svo sem t. d. Gullbringusýslu, að ræða um
verulegar tekjur af því. Hinsvegar vantar allar skýrsl-
ur um hve miklar þær eru, og verður liér engin til-
raun gerð lil að áætla þær.
Á flestiun bændabýlum í landinu er unnið meira eða
minna að heimilisiðnaði. í Skagafjarðarsýslu eru með-