Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 150
144
BÚNAÐARRIT
minnka vanhöldin og um leið vex arður fjárbúsins.
Vanhaldaskýrslur eru því oniður fáar til, sem á er að
byggja, og engar skýrslur yfir sláturfé. Þvi er ekki
nema að litlu leyti hægt að gera sér grein fyrir hve
vanhöldin eru mikil. En af tölu ánna með lömbum og
tölu seldra gæra að haustinu má sjá það, að vanhöldin
eru gífurlega mikil, og miklu meiri en menn almennt
gera sér ljóst.
Arðinn af fénu hefi ég reiknað þannig, að ég hefi
fyrst aðgætt hve margar ær meðalbóndinn hefði til að
slátra undan. Síðan hefi ég áætlað, hve margt af þeim
væri tvílembt. Hefi ég þar áætlað frá því að lamba-
fjöldinn væri sami og ærtalan, og svo allt upp í 30%
tvílembt. Þá heí'i ég áætlað meðalskrokkþunga lambs-
ins og þá farið sem næst því, sem mér liefir verið sagt
af verzlunum í viðkomandi sýslum að meðallambs-
skrokkur væri. Ketið hefi ég síðan reiknað til verðs
með því verði, sem var á því kringum landið i haust
er leið. Meðalbóndanum hefi ég svo ætlað að slátra
jafnmörgum kindum og hann setur á lömb, og á sama
hátt áætlað vænleika þeirra, og reiknað þær til verðs.
Ullina liefi ég gert frá 1 til 1,4 kg. af kind, eftir því
hvar var, og svo reiknað hana til verðs, eins og hún
seldist í vor sem leið.
Geiturnar eru fáar. Nyt úr þeiin hefi ég áætlað, svo
og frálag þeirra.
Hænsni eru orðin býsna mörg, en ættu þó að geta
þre- til fjórfaldast áður en eggjaþörf landsmanna væri
fullnægt, ef iniðað er við tölu þeirra og eggjaþörf í
nágrannalöndunum. Hefi reiknað að hænan gefi 120
—140 egg og eggið á 10 aura.
Refum hefi ég sleppt. Þeir eru yfirleitt ekki taldir
fram enn, en á eyðublöðum hreppstjóra, fyrir fram-
töl ársins 1933 eiga þeir að koma.
Sama gildir um svín. Af þessu hvorutveggja eru