Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 78
72
BÚNAÐARRIT
de Barijs frá árinu 1853, þar sem hann færir vísinda-
legar sannanir fyrir orsakasamhenginu milli svepps-
og sjúkdóms. Þessi ritgerð er eingöngu um bruna-
sveppi og sjúkdóma af þeirra völdum.
Þannig hefir menn í 160 ár grunað, og í meir en
80 ár hafa menn vitað, að sveppir gætu valdið plöntu-
sjúkdómum. En hvernig er þessu varið með bakterí-
ur? Hér höfum vér einnig tímatalið í lagi. Þér vitið,
að við rannsóknir sínar á gerjun, hreinræktaði
Pasteur hinar smásæju verur, og til þess að geta
hreinræktað þær, varð liann að finna upp aðferðir,
sem síðar urðu grundvöllur allra sjúkdómarann-
sókna. í kjölfar hreinræktunarinnar sigldi bakteríu-
fræðin, og á árunum 1870—1880 sýndu bæði Pasteur
og Robcrt Koch fram á, að ýmsir manna og dýrasjúk-
dómar stöfuðu al' hakteríum. Þá hafði verið sýnt
fram á, að bakteríur voru liættulegir sýklar fyrir
menn og skepnur, en gátu þær einnig sýkt plöntur?
Ilið fyrsta jákvæða svar þið þessu kom fram í Banda-
ríkjunum, en ekki, eins og kanske við hefði mátt hú-
ast, í Evrópu. Skýringin á þessu kemur í því, sem hér
fer á eftir.
Um mikinn hluta Norður-Ameríku geysar sjúlc-
dómur, sem leggst á apaldursættina, en cinkum þó
á perutré. Hið enska nafn sýkinnar er Fire-blight,
„eld-sölnun“. Nafnið bendir til aðal sjúkdómsein-
kennisins, er blöðin visna og sölna. Blöðin hanga
skrælnuð á greinunum og aldingarðarnir fá á sig út-
lit, er mest líkist því, sem eldur hafi geysað. Allir
hiutar aldintrjánna geta sýkst, en hlöðin eru þc>
einna ónæmust fyrir veikinni. Þau sölna aðallega
sakir þess, að greinarnar eyðileggjast, enda felsl
sjúkdómurinn aðallega i berki greinanna. Meðan
sjúkdómurinn stendur sem hæst, drjúpa úr berkin-
um þykkir safadropar, en svo deyr hann, þornar og
dregst saman. í sumum héruðum Bandaríkjanna er