Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 127
BÚNAÐARRIT
121
tormeltara og verðminna. Er sérstaklega mikið af því
í heyi al' siðslegnn grasi, en það er allt of algengt loð-
ur hér á landi.
Vísindamenn mæla orku fóðursins í hitaeiningum
eða kalóríum, en sú eining hefir ekki ennþá rutt sér
til rúms í hinni „praktisku” fóðurfræði hjá okkur eða
á Norðurlöndum yfirleitt. Hér og í nágrannalöndum
vorum, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, mæla menn
orku fóðursins í hinum svonefndu fóðureiningum. Eitt
kg af meðalbyggi er þar lagt til grundvallar, og næring
sú, sem í því felst, talin ein fóðureinihg. Ein fóðurein-
ing af öðrum fóðurtegunduin á að innihalda jafnmikla
næringu. Þannig er venjulega talið að i fóðureining-
una þurfi 2 kg af íslenzkri meðaltöðu.
Þá skal ég víkja að hinum seinna þætti næringar-
þarfarinnar, nefnil. þörfinni fyrir sérstök cfni. Þess-
um efnum er venjulega skipað í þrjá flokka og eru
þeir þessir: Eggjahvítuefni, steinefni eða sölt og liaiti-
efni eða vítamín. Skal ég fara nokkrum orðum um
hvern þessara næringarefnaflokka, og þá fyrst snúa
mér að eggjahvítuefnunum. Þau hafa sérstörfum að
gegna í líkamanum, og geta önnur næringarefni ekki
komið í þeirra stað, hvað þetta snertir. Þessi sérstörf
eru meðal annars fólgin í því, að viðhalda og mynda
hina eggjahvíturíku vefi í líkamanum, t. d. vöðvaþræð-
ina. í mjólkinni er mikið af eggjahvítuefnum, og til
mjólkurmyndunar þarf því hæfilega eggjahvíturíkt
fóður. Til frekari skýringar á því, hve brýn eggja-
hvítuþörfin er, má geta þess, að hver einasta lifandi
fruma í dýralíkamanum inniheldur eggjahvítuefni.
Þau eyðast við lílsstarfsemina og i stað þess verður
að koma uppbót. Þá uppbót er ekki hægt að veita
öðruvísi cn með eggjahvítuefnum í fóðrinu, því að
þau geta ekki myndazt úr hinum næringarel'nimum.
Eggjahvítuþörfin er sérstaklega mikil hjá ungum dýr-
um, sem eru að vaxa, og skepnum, sem mynda mjólk.