Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 53
B Ú N A Ð A R R I T
47
nokkur dœmi frá Svalöf (Akermann) og tegundirnar
eru sænskt „Samets hveiti“ (hveiti með loðnum öx-
um), Sólarhveiti II, Tj'stofte smáhveiti og Hallands
vorhveiti. Við útitilraunir haí'ði verið sýnt fram á, að
„Samets-hveitinu“ er engin hætta búin af kali, jafnvel
í Mið-Svíþjóð, sólarhveiti stenzt veturinn í Suður-Sví-
þjóð, Tystofte-hveitið hefir kalið 5 sinnum á 18 árum í
Suður-Svíþjóð, en Vorhveitið kelur þó lang tíðast. Við
kælingartilraunirnar seint í janúarmánuði og við 15
stiga kulda, var kalið á blöðunum virt, er plönturnar
voru þiðnaðar. Tegundunum voru gei'nar einkunnir,
allt að 10 stig, eftir því, hve vel þær höfðu staðizt
kuldann. Og einkunnirnar urðu þessar: „Samets-
hveiti“ 10, Sólarhveiti 9, Tystofte-hveiti 3 og Vor-
hveiti 1. Þessar 4 tegundir voru greinilega mismun-
andi næmar fyrir kali, en hvernig var nú sykurinni-
hald þeirra? Ef greint cr frá því í hlutfallstölum og
„Sametshveitið" sett — 100 (meðaltal 14.3%), hefir
Sólarhveiti hlutfallstöluna 65, Tystolte-hveiti 47 og
Ilallands vorhveiti 29.
Það er þvi greinilegt samhengi milli harðgjörvi þess-
ara hveititegunda og sykurinnihalds. — Með öðrum
orðum, mótstöðu hveititegundanna gegn kali, er unnt
að ráða af sykurmagni þeirra. Og það mun óhætt að
fullyrða, að hér sé um orsakasamhengi að ræða. Syk-
urmagnið er lífeðlislegur grundvöllur að ónæmi
fyrir kalinu, og það er undir öllum kringumstæðum
ein af orsökum þess og áreiðanlega sú þýðingarmesta.
Vér þorum ekki að segja, að það sé hin einasta orsök
þess, þó að vér þekkjum ekki aðrar.
Þetta samhengi hefir mikla þýðingu fyrir kynbætur.
Með því að ákveða sykurmagn einhverrar liveititeg-
undar, getum vér sagt fyrir um mótstöðu hennar gegn
kali. Og sama máli gegnir bæði um sykurrófur og
ýmsar aðrar rófur, og sennilega margar aðrar nytja-
jurtir. Eins og drepið hefir verið á, er mögulegt að