Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 141
BÚNAÐARRIT
135
til að gera jörðunura lil góða, og tryggja hverjum ein-
um uppskeru af erfiði sínu. Með því nást kostir sjálfs-
úbúðarinnar, án þess ókostir hennar, sihækkandi jarð-
arverð með aukinni vaxtabyrði, og erfiðleikar við eig-
endaskifti við erfðir, komi fram. Og með því skapast
fyrst möguleikar fyrir nýbýlafjölgun í sveitinni, en
að skapa þá, verður eitt af höfuð viðfangsefnum næstu
ára.
Mjög marga menn vantar enn skilning á því, að hátt
jarðarverð þjakar og lamar framleiðsluna, alveg eins
og hátt lóðaverð gerir við sjóinn.
Matsverð á landi meðal jarðar er nú 4170 kr.
Húsin á henni eru metin 3008 kr. Á þessari meðal jörð
hvíla nú um 5000 kr. skuldir. Meðal bóndinn á því
hvergi nærri meðalverð landsins skuldlaust, þvi á
leigujörðunum mörgum hverjum hvíla engar skuldir,
og yfirleitt eru skuldir leiguliðanna miklu minni en
hinna, sem teljast eiga jarðirnar. 5% af bændum lands-
ins eru alveg skuldlausir, og er meiri hluti þeirra leigu-
liðar. Hæst er meðallandverð jarðanna í Kjósarsýslu
10000 kr. og eru þá Korpúlfsstaðir ekki með. Húsa-
verðið er líka hæst þar 7800 kr. Lægst er meðalland-
verðið í Austur-Skaftafellssýslu 2585 kr. En meðal
liúsaverð er lægst i Skagafirði 1724 kr. á meðal jörð-
inni.
Túnin hafa verið að breytast: stækkuð, slétluð og
friðuð. Enn eru þó um 16% af túnunum á byggðu jörð-
unum ógirt, og enn er eftir því sem næst er hægt að
komast um fjórði hluti túnanna þýft. Og mikill liluti
al' hinum sem slétt eru talin, eru ekki vélslæg. Það eru
þá heldur ekki sláttuvélar nema á 6. hverjum bæ. Nú
hafa þó rannsóknir leitt í ljós, að það getur verið
margfalt ódýrara að heyja á vélslægu túni en þar
sem vélum verður ekki komið við. Við þennan saman-
hurð er þó ekki tekið tillit lil þess, sem slétta túnið er
dýrara, en það, sem þýft er, og verður því að bera
rentur af meiri höfuðstól. En þó það sé tekið með, þá