Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 31
BÚNAÐARRIT
25
veldara í notkun og eyðilegði ekki spirunarmagn
hveitisins. Um 1895 virtist þetta ætla að heppnast, er
menn, bæði í Ameríku og Þýzkalandi (Bolleij og Gen-
ther) ráðlögðu formalin (vatnsupplausn lofttegund-
arinnar, formaldehyd), sem afsveppunarmeðal fram-
tíðarinnar.
Hrifning manna stóð þó aðeins stutta stund. Forma-
línið hafði að vísu mikla sveppdrepandi hæfileika, en
áhrif þess á spírunarhæfileika fræsins voru ennþá
dutlungafyllri en blásteinsins. Nú komust menn iíka
að raun um, að blásteinsmeðferðin minnkaði aðeins
spírunina, svo að nokkru næmi, eftir hlý og þurr haust,
eða ef kornið var of þurrt meðan á þreskjuninni stóð.
Blásteinsmeðferðin var því að komast á að nýju, en
þá kom loks nýtt meðal, kvikasilfrið, sem útrýmdi
henni. Ameríkumaðurinn Bolleij framkvæmdi hinar
fyrstu afsveppunartilraunir með kvikasilfursmeðul-
um árið 1891. Við tilraunirnar notaði hann sublimat,
(kvilcasilfursklorid) og reyndi það á hnýðum en ekki á
fræi. Sublímatið fékk ]jó ekki mikla úthreiðslu, aðal-
lega sakir þess, að það er baneitrað mönnum og dýr-
um. Menn hættu að nota það, en þessi uppgötvun
hafði mikla þýðingu hvað afsveppun viðvék, því hrátt
komust menn upp á að nota önnur kvikasill'urssam-
hönd, sem voru jafn sveppdrepandi og eyðilögðu ekki
spírunarhæfileikana, en þó langtum minna eitruð. (Eg
vil þó taka það fram, að sublímat-saltsýrumeðferð á
jarðeplum er ágætt meðal gegn rótarflókasveppi (Rod-
fíltsvamp), og ætti að notast alstaðar.) Menn tóku upp
á því að sameina suhlímatið lífrænum efnum og
hjuggu nú til, einkum í Þýzkalandi, margskonar lif-
ræn kvikasilfurssamhönd, sem reyndust ágætis af-
sveppunarmeðul. Hið fyrsta lífræna kvikasilfurs-
meðal var Uspulun, (klorfenolkvikasilfur), sem fannst
árið 190(5. Germisan (cyankvikasilfurskreosolnatrium),
Tillantin, sem inniheldur hæði kvikasilfur og arsenik,