Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 151
BÚNAÐARRIT
145
meðaltekjur bóndans enn sania seni engar, og skiptir
því ekki máli þó þær séu ekki taldar.
Þá rækta bændurnir garðmat, aðallega kartöflur og
rófur. Uppskeran lijá meðalbóndanum í hverri sýslu
sést á skýrslunni. Sést að hún er mjög misjöfn í sýsl-
unum. Skilyrðin til ræktunarinnar eru þá líka mis-
jöfn, en með þeim samgönguerfiðleikum, sem enn eru
hér á landi, er nauðsynlegt að hver bóndi reyni að
fullnægja sínu hcimili sein bezt, hvað ræktun garð-
anats snertir. Það er mjög greinilegt, að það er óvíða
enn sem meðalbóndinn hefir garðmat til að selja. Að
því verður þó að stefna, að framleiðsla bændanna geti
orðið það mikil, að þeir geti selt kaupstaðarbúum,
sem ekki hafa aðstöðu til ræktunar sjálfir. 1933 stælck-
uðu garðarnir og um leið óx uppskeran. Hve mikið
það hefir verið getur þó enginn sagt enn. Rófur og
kartöflur eru reiknaðar til verðs eftir gangverði þeirra
í haust, í viðkomandi sýslum.
Auk sauðataðsins, sem meiru eða minna er brennt
af um allt land, er víða tekinn upp inór til að brenná,
og á öðrum stöðum aflað skógviðar. Ég hefi reiknað
móhestinn á tvær krónur og skógviðarhestinn á eina.
Það sést, að meðalbóndinn í sýslunum hefir tekið á-
kaflega mismikinn mó upp árið 1932. Þetta á að miklu
leyti rót sína í því, að mólandið er misjafnt, og nær
ekkert í sumum sýslum landsins, en þetta er líka að
nokkru leiti bundið við sveitarvenjur.
í öftustu dálkunum sjást svo hlunnindin. Þau eru
mismikil og ég hei'i reiknað þau svipað til verðs yfir
alla lieildina. Fullorðna selinn á 30 lcr., en kópinn á 15
æðardúninn á 28 kr., lirognkelsin á 0,20, laxinn á 8 kr.
o. s. frv.
Frá þessum tekjum hefi ég svo dregið fyrir van-
höldum frá 6%, þar sem vitanlegt er að þau eru minnst,
og upp í 12%, þar sem þau eru mest.
10