Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 140
134
BÚNAÐARRIT
52% af bændunum búa á jörðum, sem þeir teljast
eigendur að.
Á hinmn 48%, búa leiguliðar. Ríkissjóður (þjóð- og
kirkjujarðir) er stærsti leigusalinn, og á 734 jarðir i
leiguábúð. Jarðir haiis eru virtar á 2,88 milljónir króna,
að landverði. Enn er það því ríkissjóður, sem á um
fjórðu hverja jörð, sem er í leiguábúð. Ýmsir sjóðir,
sem eru meira eða minna almannaeign eiga 134 jarðir.
Hinar jarðirnar eru eign einstakra manna, og eiga sum-
ir margar, og eru þær oft mjög misjafnlega setnar.
Um fjórði hluti leigujarðanna er eign manna, sein
búa i kaupstöðum og rennur því jarðarleigan úr sveil-
inni, eins og rentur af verði þeirra jarða, sem bændur
eiga að nafninu til, en skulda meginið af kaupverðinu.
Það liefir verið hugsjón margra að hver bóndi ætti
jörðina, sem hann býr sjálfur á. Að þessu hefir verið
stefnt. En þáð hefir býsna lítið áunnist. Þjóðjarðirnar
hafa margar verið seldar, kirkjujarðirnar sömuleiðis,
og aðgangur að lánum fyrir þá, sem hafa viljað kaupa
jarðir, hefir verið gerður greiðari. En þrátt fyrir þetta
allt saman hefir bændunum i sjálfsábúð ekki fjölgað
nema um 4% á síðast liðnum aldarfjórðungi. Og nærri
% af öllum þeim þjóð- og kirkjujörðum, sem seldar
hafa verið, er búið að selja aftur, og allar með liækk-
uðu verði. Salan hefir orðið þeim gróði sem keypti,
en hún hefir aukið vaxtabyrðina, sem landbúnaður-
inn hefir orðið að rísa undir, og með þvi þyngt undir
fæti, og því verkað öfugt, við það, sem henni var ætlað.
Það er sýnt að við stöndum enn langt frá þeirri hug-
sjón, að gera alla bændur að sjálfseignarbændum, og
það er mjög hæpið hvert það mark næst nokkurn
tíma. Því vilja nú margir lneyta um stefnu. Láta ríkið
eignast jarðirnar, og fyrirbyggja þar með áframhald-
andi vaxandi vaxtabyrði á landbúnaðinum vegna jarða-
kaupa og jarðabrasks. En gera þá jafnframt ábúðina
svo, að hún í engu hefti athafnafrelsi einstaklinganna