Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 157
BÚNAÐARRIT
151
En það eru ekki einungis bændurnir, sem kvarta,
allar stéttir gera það, ekki bara hér heima, heldur
yfirleitt um allan heim. Þetta almenna ástand hefir
það eðlilega í för með sér, að baráttan fyrir hinu
daglega brauði og lífsmöguleikunum harðnar, og sú
barátta lýsir sér rneðal annars í því, að sérhver stétt
og sérhvert land eða þjóð slær liring um sín hags-
munamál.
Þannig stendur nú stétt gegn stétt og þjóð gegn
þjóð. Hver otar sínurn tota og leitast jafnframt við
að litiloka sem mest alla samkeppni annara stétta
og þjóða. Af þessu leiðir, að nauðsyn krefur að þeir,
sem nánast eiga sameiginlega hagsmuna að gæta taki
höndum sama, til þess að vernda sína hagsmuni og
hlúa að þeim sem bezt. Samtökin eru máttur, hvort
sem um er að ræða kröl’ur útávið eða athafnir inná-
við, stéttinni til sameiginlegra hagsbóta. Þess vegna
ganga menn saman í félög, þeir sem sameiginleg hags-
muna -og áhugamál hafa. Og reynslan hefir svnt, ekki
einasta gagnsemi þeirra heldur og nauðsyn, til þess
að koma réttmætum kröfum fram, á viðunandi hátt.
Mundi þá ekki vera nauðsynlegt einnig fyrir bænd-
ur að slá hring um sín hagsmunamál, rétt eins og
aðrar stéttir.
Núverandi kreppa annarsvegar og liinsvegar trúin
á mátt samtakanna, eiga sinn þátt í því, að þýzkir
bændur og danskir komu á hjá sér samtökum í fyrra
(agrarforeninger). í þýzku samtökunum eru nú (þ. e.
1894) um 150000 meðlimir og um 80000 í þeim
dönsku. Það má segja, að þessi samtök hafi valdið
reglulegri vakningu meðal bænda þessara landa, þrátt
fyrir andspyrnu borgarbúa og iðnaðarmanna. Og í
Danmörku má nú þegar sjá áhrif þessara samtaka í
því, hvernig þing og stjórn hefir tekið undir kröfu
bænda, um skipulagsbreytingar í landbúnaðinum, og
lækkun skatta á bændum.