Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 56
50
BUNAÐARRIT
öflurnar, sem liafa enn ekki náð hinu næma aldurs-
skeiði, sleppa að miklu leyti við sýkina. En venju-
legar tegundir, þær bráðþroska, verða mjög fyrir barð-
inu á henni.
Ég vona, að ég hafi getað skýrt fyrir yður, með
þessum síðustu dæmum, að plöntur, sem hafa arf-
gengt næmi, geti samt sem áður verið lítt næmar fyrir
sjúkdómum, sakir annara heppilegra eiginleika.
Þessir eiginleikar, sem hafa sömu áhrif og ónæmi fyr-
ir sjúkdómum, hafa mikla þýðingu fyrir þá, sem við
kynbætur fást. í raun og veru má þeim standa á sama,
af hverju ónæmið er sprottið. Aðalatriðið er, að það
sé til.
Falserfðir (Falsk Arvelighed). Þótt þér hafið nú
heyrt það, sem að framan er sagt, um arfgengi og,
plöntusjúkdóma, hafið þér enn ekki heyrt nefnda arf-
yenga sjúkdúma. Ég hefi nefnilega komið mér undan
að nota þetta orðatiltæki. Og er þér spyrjið mig vegna
hvers, komið þér einmitt með þá spurningu, er ég
óska, því að á þann hátt fæ ég tækifæri til þess að
gera greinarmun á tveim hugtölcum: Eiginlegar
erfðir og falserfðir. En þessu tvennu hættir mörgum
við að rugla saman.
Allir arfgengir eiginleikar eru bundnir erfðavisum.
Það eru sjálfstæðar eindir, óháðar hver annari, og
eru þær jafnmargar og jafn sterkar i hverri einustu
frumu í tiltekinni lifandi veru. Þessir erfðavísar
ganga að erfðum til afkvæmisins eftir dreifingu og
greiningu samkvæmt lögmáli Mendels. Allt eiginlegt
arfgengi, þ. e. a. s. arfgengi í vísindalegum skilningi,
er arfgengi erfðavísanna og ekkert annað. Og þess
vegna er ekki unnt að tala um arfgengi sjúkdóma,
þar eð sjúkdómur er ekki erfðavísir. Sjúkdómur er
óvenjulegt ástand, er keinur af einhverjum ytri or-
sökum, og slíkt ástand getur ekki gengið að erfðum.
Aftur á móti getur eiginleikinn til þess að taka ein-
k