Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 11
BÚNAÐARRIT
5
ættir og flokka. En hann stendur fast á því, að þeir
kvikni af sjálfu sér í sjúkum plöntuvefjum; vökvi
þeirra renni út á milli frumanna og breytist þar í
syeppi, sem svo vaxi og verði að útbrotum á plönt-
unni.
Undir fargi slíkrar kreddutrúar, í algerlega um-
snúnum heimi, urðu plöntusjúkdómavísindin að
vinna sig áfram að marki sannleikans. Þér munuð
skilja það, að hinir eiginlegu fræðimenn á sviði
plöntusjúkdómanna gátu ekki skapað neitt nýtt. Þeir
lágu algerlega fastir í feni sjálfskviknunarkenningar-
innar. Hinar nýju stefnur urðu að koma utan að, og
gerðu það líka.
Rannsókn og- athugun sveppanna út af fyrir sig, án
tillits til plöntusjúkdóma, er eins og kunnugt er, verk-
svið sérstakrar vísindagreinar (Mykologi). Það er
vísindagrein, sem margir höfðu helgað starfskrafta
sína fyrir aldamótin 1800. En á árunum 1800—1830
tók hún fyrst verulegum þroska. Skoðun sveppafræð-
inganna á cðli plöntusjúkdómanna braut algerlega í
bága við hina venjulegu skoðun plöntusjúkdóma-
fræðinganna um sjálfskviknunina. Þeir neituðu því, að
sveppirnir yrðu til við breytingar hinna sjúku plöntu-
vefja og héldu því fram, að þeir væru sjálfstæðar
verur, sem aukið gætu kyn sitt. Og ekki nóg ineð það.
Ósvífni þeirra var svo mikil, að þeir kollsteyptu öllu
í'yrir plöntusjúkdómafræðingunum. Þeir höl'ðu eins
og áður er sagt, álitið sveppina afleiðingar sjúkdóm-
anna, myndaða úr safa hinna sjúku vefja, en nú
héldu hinir „villuráfandi“ sveppafræðingar því þver-
öfuga fram, að sveppirnir orsökuðu veikindin með
árásum sínum á heilbrigðar plöntur. Þetta var í sann-
leika bylting í hugsanaferli manna, og meira að segja
gagnleg bylting. Þessir sveppafræðingar gengu ósleiti-
lega til vinnu sinnar; með smásjánni koinust þeir inn
í undraheima, sem þeir ferðuðust um, rituðu um,