Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 38
32
B Ú N A Ð A R R I T
ríum opnar dyr. Við geymslu má hitinn aldrei fara
yfir 6—8°, því að undir þeim hita er varla von á
snikjusveppum.
Dæmi þau, sem hér hafa verið nefnd, hljóta að vera
nægileg til þess að rökstyðja það, að góðar ræktunar-
aðferðir auka heilbrigði uppskerunnar: Góð ræktun
eru góðar heilbrigðisráðstafanir.
b. Varnnrsprautun. Nú, enginn getur setið í friði
lengur en nágranna hans þóknast og enginn getur
heldur tafið för þeirra sýkla, sem berast í loftinu frá
ökrum nágrannans. Það er víst, að sýklarnir koma
er vindur stendur á, en er það víst að sjúkdómarnir
geri vart við sig? Sem betur fer er það eigi alltaf svo,
því að oft er mögulegt að verja nytjajurtirnar með
því að sprauta yfir þær eitruðum vökva, sem eyði-
leggur ekki laufblöðin svo teljandi sé, en hindrar hina
aðfluttu sýkla í að sýkja þau. Til slíkra varnar-
sprautana nota menn annaðhvort brennisteins- eða
koparmeðul. En það mun vera nægilegt að athuga þau
síðarnefndu, og eigi sízt vegna þess, að í því, sem á
undan er sagt, hefir svo oft verið minnst á, að upp-
götvun Boreauxvökvans árið 1883 hefir hal't svo ör-
lagaríkar afleiðingar fyrir plöntusjúkdómana.
Eins og margar aðrar uppgötvanir hafa orðið til
fyrir hreinustu tilviljun, þannig var því líka varið
ineð hinn sóttverjandi eiginleika Bordeauxvökvans.
Árið 1878 hafði vínmyglan (Plasmopara viticola, sem
er skyld kartöflumyglunni) borist frá Ameríku til
Frakklands. Það er ótrúlegt, en þó satt, að innflutn-
ingur þessa hættulega vínsvepps hlaust af því, að
menn ætluðu að bæta vínræktina. Hina amerísku vín-
viðaranga, sem báru sýkina með sér, höfðu franskir
vínræktarmenn keypt sakir þess, að þeir höfðu mikið
mótstöðuafl gegn þrúgulúsinni (Phylloxera vastatrix)
og því ætluðu þeir að græða sínar eigin vínviðarteg-
undir á þær ónæmu. En við þetta fór vínræktin úr ösk-