Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 18
12
B Ú N A Ð A R R 1 T
sem eigi er of leirkenndur. A6 nola óblettaðar útsæð-
iskartöflur, ræktaðar í ósmituðum görðum. Að hreykja
vel að kartöflugrasinu, því að það hindrar smitun frá
grasi til jarðepla. Að taka ekki upp jarðeplin, fyr en
að hálfum mánuði liðnum frá því að grasið er visnað,
því að annars er hætta á að jarðeplin snerti sjúkt gras
og smitist af því. Þau jarðepli, sem smitast seint, er
erl'itt að greina frá heilbrigðum, og lenda þau því oft
með litsæði. ÖIl skemmd jarðepli á að eyðileggja.
Að rækta afbrigði, sem hafa mesta mótstöðu gegn
veikinni. Hinar hraðvaxta tegundir (svo sem: Kejser-
Urone, Æggeblomme, Tidlig Rosen o. fl.) eru allar
mjög móttækilegar, en hinar miðþroska eru mjög mis-
munandi, livað þetta snertir. (Þannig eru t. d. King
Gorge og Siggn mjög móttækilegar.) En hin seinvaxta
(Rnrbank, Betula, Silesia og iðnaðarjarðeplin) eru
ekki nærri eins móttækileg.
Ein aðalorsökin til þess, að tjónið af völdum kart-
öflumygunnar varð svo mikið hér á Suður- og Vest-
urland á síðastliðnu sumri, var sú að auk hinnar
röku veðráttu, eru hin venjulegu kartöfluafbrigði
alltof næm fyrir veikinni.
Til þess að koma í veg fyrir árás kartöflumyglunn-
ar verður að sprauta Bordeauxvökva eða Bordeaux-
(lufti (Pola, Ilimmo eða Dana) á grösin. Vökvaspraut-
un er vissari en duftsprautun í umhleypingasömu
veðri, en duftsprautun er aftur á móti langtum auð-
veldari. tíóð duftsprautun cr langt um ákjósanlegri en
miður góð vökvasprautunl Þar, sem um stórfellda
kartöflurækt er að ræða, er þó ráðlegast að nota vökva-
sprautun. Góðar vökvasprautur eru að vísu dýrar, en
efnið í Bordeauxvökvann (blásteinn og kalk) er aft-
ur á móti ódýrt. En þar, sem um minni kartöflurækl
og kartöflugafða er að ræða, mun það oftast borga
sig að nota duft. Duftið er örlítið dýrara, en blásturs-
helgirnir eru ódýrir. Hér við bætist, að duftið er allt-