Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 66
BÚNAÐARRIT
(50
sér, að ekki má líta á ónæmi gegn einhverjum viss-
um sjúkdómi, sem óbrigðulan eiginleika, heldur er
það undir legu ræktunarlandsins komið. En það er
annað atriði, sem er miklu athyglisverðara, og það er,
að ónæmið getur allt í einu brugðizt.
Þánnig var Svalöf-tegundin „Panser hveiti“ II ó-
nærnt' fyrir gulrj'ði bæði á Skáni og Sjálandi, þangað
til fyrir einum tugi ára; þá fór allt í einu að bera á
mikilli gulryðssýkingu.
Nii ætluin vér að reyna að svara þeim spurning-
uin, sem þessi reynzla manná leggur fyrir oss: Hver
er orsök jiess, að plöntutegund, sem reynst hefir ó-
næm fyrir einhverjum sjúkdómi um langt skeið, miss-
ir þetta ónæmi á stuttum tíma eða alll í einu?
Orsökin hlýtur að vera eitt af tvennu: Annað hvort
hefur orðið breyting á sýklinum eða plöntunni. El’ um
víxlfrjófgun er að ræða, eins og hjá rúgi, liggur mjög
nærri að leita að orsökinni til aukins næmis i breyt-
ingum á arfgengi plantnanna. En sé um sjálffrjófg-
andi jurtir að ræða og „hreinar línur“, eins og i dæmi
því, sem nefnt var um „Panserhveiti“ II, verður að
líta svo á, að arfgengið haldist óhreytt. Bein afleið-
ing al' þessu er auðvitað sú, að hið aukna næmi hlýt-
ur að verða lil sakir breytinga á sýltlinum. Hér eru
svo aftur tveir möguleikar: Annaðhvort getur nýtt
og þróttmikið smitunarafbrigði hafa fluzt að með sáð-
korni, og þetta er mjög sennilegt að því er snertir
randaveikina, er hefir fræsmitun, eða þá að nýtt
smitunarafhrigði hal’i orðið lil á ræktunarstaðnum.
Það er þessi siðari möguleiki, sem er miklu athygglis-
verðari, og þess vegna skulum vér ræða hann nánar og
byrja með að leysa úr þessari spurningu: Hvernig
verða ný smitunarafbrigði til?
Áður fyr lilu plöntusjúkdómafræðingarnir svo á
smitunarafhrigðin, að þau væru sveigjanleg i ýmsar
áttir, þannig að þau breyttu smitunarafli sínu eftir