Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 79
B Ú N A Ð A R H I T
73
sjúkdómur þessi álitinn hættulegastur allra sjúlc-
dóma á ávaxtatrjám. í Kaliforníu var tjónið af völd-
um hans metið á 2 milljónir dollara árið 1923.
Þótt sjúkdómur þessi hafi verið vel þekktur, a. m.
k. siðan 1780, voru menn þó jafnnær um orsök hans
100 áruin síðar. Árið 1878 hóf Thomas Burrill, pró-
fessor í grasafræði við háskúlann í Illinois, rann-
sóknir á sjúkdómnum, og árið 1880 lókst honum að
færa sönnur á þaö, að það voru bakteríur, sem ollu
veikinni (Bacillus amylovorus). Ógrynnin öll af
þessari bakteríutegund finnast í safanum, sem drýp-
ur af sjúkum berkinum, og berast bakteríurnar aðal-
lega með skordýrum yfir á heilbrigð tré. Smitunin
fer annaðhvort fram á fræni þeirra blóma, sem sltor-
dýrin setjast á, eða gegn um sár á berkinum, sem
1)1 aðlýs mynda. Thomas Burrill varð fyrstur manna
til þess að sýna fram á orsakasamhengi milli bakt-
eríu og plöntusjúkdóms. og uppgötvun hans hafði
það í för með sér, að Bandaríkin hófu forustuna á
þcssu sviði plöntusjúkdómafræðinnar. En mesta af-
rekið hefir Erwin F. Smith unnið, er hann reit hina
ágætu bók sína, Bacteria in Rclaiion to Plant Diseases,
sem kom út í 3 bindum á árunum 1905—1914. Bækur
Erwin Smitlis eru sígildar og enginn plöntusjúk-
dómafræðingur getur jafnazt á við hann, hvað bakt-
eríusjúkdómum viðvíkur. í viðurkenningarskyni við
Erwin Smitli hafa menn tekið upp ættarnafnið Er-
winia, fyrir alla bakteríusýkla af Bacillusættinni.
Nú megið þér ekki ætla, að Erwin Smith liafi unnið
sér hið verðskuldaða álit fyrirhafnarlaust. Það var
langt frá því. Auk þess, sem hann lagði ótrúlega
mikla vinnu í starf sitt, varð hann að þola fyrirlitn-
ingu og efasemdir af hálfu hinna „hálærðu" plöntu-
sjúkdómafræðinga i Evrópu. Því þeir höfðu, í eitt
skifti fyrir öll, sýnt fram á, að sveppir væru valdir að
plöntusjúkdómum, og að bakteriur valda dýra- og