Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 74
BUNAÐARRIT
(58
stað. í samræmi við þetta, er það venjulegast að
sveppasýkingar byrja í vætutíð, og eru sjúkdómarnir
oftast skæðastir i votum árum. Annað nauðsynlegt
smitunarskilyrði er að sjálfsögðu hitastigið. í þessu
sambandi vil ég leyfa mér að vísa til þess, sem áður
er sagt um sýkla hafrabrunans, að þeir geta ekki spír-
að undir 6° hita. Ennfremur má nefna, að sveppa og
bakteríugróður á jurtageymslustöðum þroskast yfir-
leitt ekki, meðan hitinn er undir 8°, en undir eins og
iiitinn fer þar yfir, breiðist allskonar rotnun út með
flughraða. Margir sníkjusveppir geta ekki brotið sér
braut inn úr húðlagi ósærðra planta, og sakir þess
eru stærri eða minni sár oft á tíðum skilyrði þess, að
smitun eigi sér stað. Mörg önnur atriði þessu lík mætti
nefna, en rúmsins vegna er ekki vert að fara nánar út
i hið kjarræna smitunarafl. Ég hefi aðeins vilj-
að vekja athyggli yðar á því, að eðlilega verður að
taka tillit til þess, þegar rætt er um smitunarafl og
smitunarhæfileika sveppanna. Því eins og næmi
plantnanna breytist með lífsskilyrðunum, hlýtur einn-
ig smitunarafl sveppanna að vera undir ytri lcjörum
komið.
Nú ætla ég að Ijúka máli mínu um þetta efni, en þó
ekki vegna þess að efnið sé þrotið, heldur af því, að
nú höfum vér lokið við þá yfirl'erð, er ég hafði ráð-
gert. Og ég vona að mér hafi tekizt að gefa yður sæmi-
lega hugmynd um efnið.
Líkt og ferðamaður er vanur að líta yfir farinn veg,
skulum vér Hta yl'ir það, sem vér nú höfum fræðst
um og draga efnið saman í stutt yfirlit.
Starf þeirra, sem fást við plönlukynbætur, er að
búa til ný nytjajurtaafbrigði, sem eru meira virði en
þau, sem til eru áður. Eða með öðrum orðum, að
auka uppskeru einhverrar nytjajurtar án þess að
draga úr öðrum kostum hennar. Til þess að ná þessu