Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 172
BÚNAÐARRIT
1G6
hægt er að kaupa útlent korn fyrir, og premíur eru
líka greiddar á korn, sem ræktað er til eigin þarfa.
Fyrir nokkrum árum var talið að þessi óbeini tollur
næmi um 5 milljónum króna árlega, og sennilega er
það meira nú, vegna aukinnar kornræktar. í barátt-
unni fyrir aukinni kornrækt ■— og hún er hin harð-
asta og lengsta, sem félagið hefir háð um nokkurt
einstakt mál, og félagið hefir kornknippi i merki sínu
— hefir það auk jafnréttiskröfunnar haldið því fram,
að kornræktin væri nauðsynlegur liður í sterkri (in-
tensiv) jarðrækt, en sterk jarðrækt væri nauðsynlegt
skilyrði þess, að sveitirnar gætu fulhiægt því hlutverki,
sem þeim ber að inna af hendi, í hverju heilbrigðu
þjóðfélagi. Einnig notuðust þá betur frjóöfl jarðar-
innar, húfjárræktin yrði tryggari, verzlunarjöfnuður-
inn betri, og kornið sjálft líftrygging þjóðarinnar —
öðru fremur — ef ófrið bæri að höndum, jafnvel þótt
þjóðin sjálf tæki ekki beinan þátt í honum.
Ég hefi fjölyrt svo mikið um þetta mál, til þess að
mönnum megi verða ljóst, að félagið tekur ekki nein-
um vetlingatökum á þeim málum, sem það telur miklu
skipta fyrir bændastéttina, og leggur ekki árar í bát
þótt á móti blási. Ef borin eru saman vinnulaun iðn-
aðarverkamanna, sem hafa lágmarks kauptaxta og
vinnutími þeirra, við það, sem bændur bera úr bít-
um við sina vinnu, og þeirra langi vinnutími, þá kem-
ur það allt af í ljós, að þeirra „tímakaup“ er mikl-
um mun lægra. En þeir þykjast vera þjóðinni eins
þarfir menn eins og iðnaðarmennirnir og þess vegna
sé ósanngjarnt, að þeir beri minna úr bítum. Þeir væru
litlu bættari þótt verkalaun iðnaðarmannanna væru
lækkuð. Þess vegna hefir félagið ekki ráðist á laun
þeirra, en það vill ávinna bændastéttinni jafnrétti við
þá, einnig að þessu leyti. Til þess eru þrjár aðalleiðir
— og fyrir þeim hefir það barist. — Ein er sú, að
gera framleiðslu landbúnaðarafurðanna ódýrari, m.