Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 36
30
B Ú N A Ð A R R I T
3. Vnrnir.
Nú hefir hinum tveim aðferðum í baráttunni gegn
plöntusjúkdómum verið lýst, sem sé útilokun og út-
rýmingu. Af þessu höfum vér lært, að þessar tvær
bardagaaðferðir geta oft hafl góðan árangur i för
með sér, og þegar heppnin er með, er unnt að halda
óvinunum utan landssteinanna, eða að mögulegt er
að sigrast á þeim, þar sem þeir finnast. Þó geta jjessir
vágestir verið svo margir og svo víða og haft svo
sterka aðstöðu, að hinn hyggni herforingi hættir við
allar árásir, en þá er um að gera að koma góðu skipu-
lagi á varnirnar, svo óvinunum veiti þó ekki betur.
í baráttunni við plöntusjúkdómana má lýsa þessu
þannig, að sumir sýklar eru svo útbreiddir og svo vel
varðir af náttúrunnar hendi, að útrýming, hvað þá
útilokun, kemur ekki að neinu haldi. Til þannig sýkla
teljast aðallega þeir, er herast í loftinu, eins og sýklar
ryðsveppsins, méldaggarinnar og kartöflumyglunnar,
og ýmsir sýklar með jarðsmitun, eins og kímmyglu-
rótbruni og bikarsveppir á smára. Gegn þessum sjúk-
dómum hljóta menn aðallega að taka upp varnarráð-
stafanir. Sakir þess, að smitunarhætta er ávalt yfir-
vofandi, verður að reyna að verja plönturnar gegn
þeim. En á hvern hátt er kleift að koma slíkum vörn-
um við?
a. Góðnr heilbrigðisráðstafnnir. Það er jafn-þýðing-
armikið fyrir plöntur eins og fyrir menn og skepnur,
að þeiin líði vel, og að vellíðan þeirra sé aukin á þann
hátt, sem við á. Þess vegna ríður á að veita öllum
nytjagróðri þau beztu skilyrði, sem kostur er á, með
góðum ræktunaraðferðum. „Náttúran leggur líkn með
þraut“, er gott og gamalt máltæki, og góður þroski er
í raun og veru bezta vörnin gegn sjúkdómunum.
Þaðeð allar nytjajurtir, að votlendis- og heiða-
gróðri undanskildum, þrífast bezt í loftgóðum jarð-
vegi, hlýtur framræslan að vera aðalatriðið i þessu