Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 37
BÚNABARRIT
;r
sambandi. Hinn myldni jarðvegur, er allar nytja-
jurtir þrífast vel í, myndast aðeins við næga loftrás.
Ennfrcinur hel'ir sýrumagn jarðvegsins mikil áhrif á
köfnunarefnis- og fosfórsýrumyndunina, en það fer
oft eftir kalkmagni því, sem jörðin geymir. Því verður
að hreyta sýrumagninu með hæfilegum kalkáhurði.
Of mikið eða of lítið kalkmagn hefir þó í för með
sér vanlíðan plantnanna og getur jafnvel sýkt þær,
en að því verður vikið nánar í síðasta kaflanum. Svo
hefir og áburðurinn, tegund hans og magn, mikla
þýðingu fyrir eðlilegan þroska plantnanna. Eigi þær
við nokkurn skort að búa, kemur það brátt fram á
þeim og getur lýst sér á ýmsan hátt. Jarðvinnslan
hefir og mikil áhrif á heilbrigði plantnanna. Þess
vegna er djúp jarðvinsla oft heppileg, því að rnargir
sýklar á plöntuleifum grafast þannig niður, að örugt
sé um að þeir komi ekki fram að nýju. Góð jarð-
vinnsla í sáðbeðum, flýtir mjög A’exti útsæðisins, og
með því fá plönturnar góða vörn gegn ýnisum sjúk-
dómuin, því að ekkert skeið á æfi plantnanna er
hættulegra en fyrsta vaxtarskeiðið: því betri sem
spírunin er, þvi betri verður heilbrigði plantnanna.
Af öðrum ræktunaraðgerðum, sem auka heilbrigði,
má nefna sáningu, sem framkvæmd er á réttum tíma
og vel af hendi leyst. Einkum gerir of djúp sáning
alla spírun erfiðari og stofnar kimplöntunni í hættu
óþarflega langan tima. Heilbrigði nytjajurtanna er
einnig mikið undir því komin, að öllu illgresi sé eytt
sakir þess, að það dregur bæði vatn, næringu og ljós
frá öðrum plöntum, og það getur einnig borið smitun
á nytjajurtirnar. Sjálfsagt er og að hreykja að kart-
öflugrösum, því að á þann hátt eru kartöflurnar bet-
ur varðar gegn smitberum, sem síga með vatni ofan
í jörðina. Varkárni þarf að gæta við upptöku, heim-
flutning og geymslu uppskerunnar, þar eð sérhvert
sár, hversu lítið sem það er, er bæði sveppum og bakte-