Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 57
BÚNAÐARRIT
51
hvern sjúkdóm, næmið, gengið að erfðum, og þess
höfum vér séð mörg dæmi.
Það er allt öðru máli að gegna, er sýklar berast
frá foreldrum til afkvæmis. Bakteríur, sveppir eða
aðrir sýklar geta þannig fylgt kynslóð eftir kynslóð
og „gengið að erfðum“ — eins og það er kallað —
á þann hátt. En þetta eru ekki erfðir heldur falserfðir.
Er því rétt að líta nánar á þessar falscrfðir og athuga,
Iivort þær munu snerta nokkuð kynhótastarfsemina.
Líkt og læknavísindin þekkja dæmi þess, að sýkl-
ar geti borizt frá móður til afkvæmis, í móðurlífi eða
stuttu eftir fæðinguna, eins eru dæmi þess í plöntu-
sjúkdómafræðinni, að margir sjúkdómar berast frá
einni kynslóð til annarar sakir þess, að fræið smitast,
áður en það liefir náð fullum þroska og losnað frá
móðurinni, eða þá, að það hefir sýkzt við uppskeru og
þreskingu. Ágæt dæmi fræsmitunar eru brunasvepps-
sjúkdómarnir á korntegundum, skálpsveppasýkin á
krossblómaættinni og ýmsir bakteríusjúkdómar. — Sá
bóndi, sem ræktar þessa sjúkdóma ásamt nytjajurt-
um sínum og sáir þeim út með sæðinu á hverju vori,
fær að lokum makleg málagjöld. Og það er blátt áfram
óinögulegt að hafa nokkra meðaumkvun með honum,
þareð hann hefði getað útrýmt þessum sjúkdómum
með lítilli fyrirhöfn og einföldu ráði: með því að sótt-
hreinsa sáðkornið. Smám saman eru menn, sem betur
fer, að komast að raun um, að sótthreinsun verður
að vera fastur liður í allri jarðrækt, alveg eins og
þurkun og hreinsun kornsins. Sótthreinsun eða af-
sveppun er ekki annað en lágt vátryggingariðgjald,
sein margborgar sig. Við ræktun á hreinstofna korni
til útsæðis má aldrei sleppa sótthreinsun. Og dreng-
skapur þeirra, sem fást við litsæðisrækt, verður að
liggja við, að þeir haldi ekki aðeins stofninum hrein-
um, heldur lialdi honum einnig hraustum og ósýkt-
um, að svo miklu leyti, sem þeir eru þess megnugir.