Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 118
112
BÚNAÐARRIT
raunir, geta blettirnir að lokum breiSst út yfir allan
blaðflötinn og haft algera blaðvisnun í för með sér
eins og kartöflumyglan. En sé þróun sjúdómsins fylgt
l'rá byrjun, kemur það í ljós, að blettirnir, sem koma
sakir kalískorts, byrja ávalt inni á blaðfletinum, en
kartöflumyglublettirnir koma fyrst í Ijós útvið l)lað-
rendurnar. Þar að auki eru blettir kartöflumyglunn-
ar brúnsvartir eða næstum því svartir, en hinir blett-
irnir dökkbrúnir á lit. Svo eru og myglublettirnir
enn viðkvæmari viðkomu, næstum eins og brendur
pappír.
Annars getur kalískortur á kartöflum lýst sér sem
brúnir smáblettir hér og þar á blöðunum. Þessu hef
ég veitt eftirtekt í görðum í fjörusandi, sem allt kalí
er skolað úr, og þar sem aldrei hefir verið borið sæmi-
lcg á, el'tir öllum líkum að dæma. Jarðepli úr kalí-
snauðum jarðvegi verða blásvört eftir suðu.
Ofmikið kalímagn í jarðveginum kemur vart fyrir
í daglegu lífi, af þvi að menn spara hinn dýra kalí-
áburð eftir megni. Einnig dregur jarðvegurinn mikið
kalí í sig, og heldur því svo föstu, að plönturnar eiga
erfitt með að ná því öllu í einu. Komi einhver sýki í
Ijós, við mikla notkun kalíáburðar, er það venjulega
sakir einhverra aukaefna, sem í áburðinum eru, eins
og t. d. klór. Nytjajurtirnar þola klórið misjafnlega
vel. Sumar þeirra, sem upprunarlega hafa vaxið nærri
sjó, eins og sykurrófur, eru mjög sólgnar í ldór og
líður sérstaklega vel, er þeim er geí'ið matarsalt. En
aðrar plöntur þola það illa, eins og rauðsmári og
jarðarber. Þær drepast ef sjór nær að falla á þær og
jarðarberin eru jafnvel svo tilfinninganæm fyrir
klóri, að þau þola varla venjulegan 37% kalíáburð,
sakir þess að hann inniheldur örlítið af því.Þess vegna
er hezt að gefa þeirn brennisteinssúrt kalí. — Kartöfl-
ur, sem fá of mikinn kalíáburð, fá gulleit blöð og
stinn, sem vefjast saman. Þessi einkenni minna einna
í