Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 155
Bændafélag Noregs
(Norges Bondelag).
Eftir Metúsalem Stefánsson.
Greinargerð sú, er hér fer á eftir, um
Norges Dondclag, er 2 útvarpserindi, flutt 8.
og 23. marz s. 1. og birtast hér örlitið hreytt.
I.
Norgcs Bondelag — Bændafélag Noregs heitir hinn
faglegi ópólitíski félagsskapur norskra bænda í sveit-
um og viö sjó. Þetta nafn er yngra en félagið sjálft,
því að í upphafi og til 1910 hét það Norsk Land-
mandsforbund, þ. e. Samband norskra hænda.
Huginyndina og frumhvatirnar að stofnun þessa
þýðingarmikla félagsskapar átti einn af yfirkennur-
um búnaðarháskólans í Ási, dósent Th. Landmark, og
hann hreyfði þessari hugmynd sinni fyrst á 57. af-
mælisdegi sínum 24. októher 1893, við 10 bændur í
Follo, er þágu boð að honum við það tækifæri. Þeir
tóku hugmyndinni vel, og hundu það fastmælum, að
bjóða til fundar í Kristjaníu nokkrum þekktum á-
huga- og áhrifamönnum, til frekari umræðu um málið.
Sá fundur var haldinn í Osló á öndverðu árinu 1894,
og mættu þar um 30 manns. Þessir menn kornq sér
sainan um að boða til almenns fundar hinn 7. febrúar
s. ú. Á þeim fundi mættu hundruð manna. Landmark
var frummælandi þar á fundinum, lýsti hugmynd
sinni um fagleg, félagsleg samtök bænda um gjörvall-
an Noreg, og hverja nauðsyn bæri til þess, að bændur
hefðu slík samtök um sín áhuga- og hagsmunamál,