Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 20
14
BÚNAÐARRIT
er því með réttu nefnt skeið orsakasamliengisins
(den æiiologiske Periode), en venjulega er það þ6
kennt við Kiihn. Manni bregður ósjálfrátt í brún við,
að þetta skeið er ekki kennt við de Barg, því að það
var hann, sem lagði hinn vísiiwlalega grundvöll að
þessu öllu og gerði þróun plöntusjúkdómafræðinnar
mögulega. En de Barg var sveppa-, en ekki plöntu-
sjúkdómafræðingur, og það er einmitt orsökin til þess*
að þetta skeið hefir ekki hlotið hans nafn.
Júlíus Iíiihn (1825—1910), maðurinn, sem þetta
skeið er kennt við, hóf æfistarf sitt sem bóndi; þegar
á unga aldri stýrði hann búskapnum á slesíku óðals-
setri. Þar fékkst hann við ýmsar vísindalegar rann-
sóknir á sviði búnaðarins og meðal annars rannsókn-
ir á plöntusjúkdómum. (Félagar hans kölluðu hann
oft í háði smásjárbóndann.) Er hann hafði stundað
nám á háskólanum i Bonn, fékk hann doktorsnafnbót
í Leipzig með riti um plöntusjúkdóma. Síðan hvarf
hann aftur að landbúnaðinum, og árið 1858 gaf hann
út kennslubók um plöntusjúkdóma frá óðali einu í
Slesíu; en sú bók varð til þess að móta þetta skeið,
og kenna það við höfund hennar. Frá árinu 1862 og
þangað til skömmu fyrir andlát sitt, var hann háskóla-
prófessor og forstöðumaður landbúnaðarháskólans í
Halle, sem tók miklum l'ramförum og naut mikils.
álits undir stjórn hans.
Kennslubókin frá 1858 — Die Iirankheiten der
Kulturgewáchse, iltrc Ursachen und ilirc Verhútung,
(Berlín 1858) — er að mörgu leyti frábær. Það er liin
fyrsta plöntusjúkdómal'ræði, sein byggir á sýklakenn-
ingum de Barijs, bræðranna Tulasne og Pasteurs. Hún
er i'yrsta plöntusjúkdómafræðin (að undanteknu kveri
Fabriciuss frá árinu 1774), sem gengur út frá orsaka-
samhengi sveppa og sjúkdóma sem sjálfsögðu. En
þetta grundvallaratriði hindrar ekki Kiihn í því að til-
greina aðrar sjúkdómsorsakir, t. d. óheppileg áhrif