Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 110
104
B Ú N A í) A R R I T
komandi áhrifa, hvort heldur þau eru af völdum
hinnar lifandi eða dauðu náttúru. Ef sjúkdómsá-
standið er komið sakir of mikils eða of lítils hita,
sakir vatnsskorts eða of mikils vatns, sakir óheppi-
legs sýruinagns í jarðveginum, sakir næringarskorts
eða einhvers annars þess háttar, köllum vér þetta
sjúkdóma af ólifrænum orsökum. (fysiogene Syg-
tlomme). Ef sjúkdómsástandið er afleiðing af starfi
lifandi vera, einkum sveppa og baktería, tölum vér um
sjúkdóma af lífrænum orsökum (biogene Sygdomme).
Sjúkdómum af ólífrænum orsökum er skift í flokka
cftir því hvað það er, sem veldur þeim. Á máli vísind-
anna eru sjúkdómarnir af völdum vaxtarskilyrðanna
flokltaðir og aðgreinir með því að bæta endingunni
osis við heiti vaxtarskilyrðsins. Fyrir því kallast
kemoser allir þeir sjúkdómar, sem orsakast af óheppi-
lcgum efnasamböndum, fotoser þeir, sem óheppileg
Ijósahrif valda, termoser ef það eru óheppileg áhrif
liitans, mekanoser ef sjúkdómsorsakirnar eru ,,me-
kaniskar" o. s. frv. Á sama hátt eru sjúkdómar af
lifrænum orsökum nefndir biosis.
Bestu dæini sjúkdóma af ólífrænum orsökum má
taka mcðal þeirra, sem koma af efnaáhrifum og hita-
áhrifum, og þess vegna fer ég ekki út fyrir þessa
flokka í því, sem hér fer á eftir. Einnig mun ég reyna
að taka sem mest tillit til íslenzkra skilyrða.
I. Sjúkdómar sakir hitaáhrifa (Termoscr). Kal á
plöntum lýsir sér með þeirn sjúkdómseinkennum, er
koma í Ijós, þegar hitinn keinst undir 0°. Venjulega
er það samfara ísmyndunum í plöntunum sjálfum eða
í kringum þær. í kaflanum um næmi og smitun kom-
umst vér að raun um, að kal eða kuldadauði á sér
elcki stað fyr en einhverju vissu kuldastígi er náð,
eftir því um hvaða plöntutegund eða plöntuafbrigði
er að ræða. Kalið á sér þá fyrst stað, er frymið hnykl-
ast saman. Ennfremur munið þér eftir því, að sykur-