Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 19
B Ú N A Ð A R R I T
13
af handbært, — og það er aðalatriðið — svo auðveld-
ara er að sprauta því yfir á réttúm tíma. Sprautunin
ó ávallt að fara fram rétt áður cn sýkinnar verður
v'art. Sprautun á kartöflugras, sem þegar er sýkt, gef-
ur allt of lélegan árangur. Við vökvasprautun er bezt
að nota 2% Bordeauxvökva og dreifa 800—1000 lítr-
um á hvern hektara, og sprautunina þarf að endurtaka
eftir hér um hil 3 vikur. Öll spraulun, hvort heldur
er með vökva eða dufti, á að fara fram i logni og þurki.
Duftsprautun er bezt samfara örlitlu döggfalli. Við
sprautun, sem fer fram á réttum tíma og er fram-
kvæmd á réttan hátt, má reikna með 13% uppskeru-
auka að meðaltali, en auk þess eru jarðepli úr spraut-
uðum görðum mkilu mjölvisríkari en önnur og þola
hetur geymslu.
Á geymslustaðnum verða jarðeplin að vera þurr og
laus við alla mold. Öll frosin, hlettótt og skemmd jarð-
epli, verður að taka frá. Þurr, köld og loftgóð geymsla
er nauðsynleg. Ef hitinn í geymslunni fer yfir 8 stig,
'verður strax að lofta út.
Nú hverfum við enn aftur í timaiin, að árinu 1853.
Hið nýja timabil i sögu plöntusjúkdómanna skiftist
eðlilega í tvö skeið. Fyrra skeiðið nær frá 1853—83,
en hið síðara frá 1883 og fram á vora daga. A fyrra
skeiðinu var aðalvinnan fólgin í smitunartilraunum
De Bary og hinir mörgu lærisveinar lians voru fyrst
og fremst sveppafræðingar. Áhugi þeirra beindist meir
að sveppi þeim, sem olli einhverjum sjúkdómi, held-
ur en að sjúkdóminum sjálfum. Orsakasamhengið
(ætiolocji) milli snýkils og sjúkdóms var þeim aðal-
atriðið. Þróun sjúkdómsins, ástand hinnar sjúltu
plöntu, smitunarskilyrðin, tjón það, sem sjúkdómarn-
ir valda, og varúðarráðstafanir og varnir gegn sjúk-
dómunum voru aukaalriði í þeirra augum. Þetta skeið