Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 24
18
BÚNAÐARRIT
fundu menn alheil gró af ryðsveppi (hveitiryð) í
flugvél, sem sveif í 5000 m. hæð yfir Missisippidaln-
um. Er það hugsanlegt að unnt sé að sporna við slíkri
smitunarhættu? Er vér svörum slíkri spurningu verð-
um vér einkum að heina athygli vorri að tveim atrið-
um: Fyrst og frcmst eru þvi takmörk sett, hve lengi
hver sóttkveikja þolir að berast í lofti, án þess að
þorna um of og missa grómagn sitt, — og í öðru lagi
verða margar hindranir, af náttúrunnar völdum, á leið
sóttkveikjanna. Yfir hin miklu úthöf og hæstu fjall-
garða komast engar sóttkveikjur, og víðlendir skógar
stöðva einnig framrás þeirra eins og sigti. í sögunni
eru t. d. engin dæmi þess, að amerískir plöntusjúk-
dómar hafi borizt loftleiðina til Evrópu, með svifi
sóttkveikja yfir Atlantshafið. En það eru mörg dæmi
þess, að sjúkdómar hafi borizt til Evrópu á þann hátt,
að mennirnir hafi flutt þá með skipum, sem flytja
sjúkar plöntur og plöntuhluta yfir hafið. Þannig hafa
margir hættulegir sjúkdómar borizt landa á milli.
Kartöflumgglan hlýtur að vera komin frá Ameríku
með sjúkum jarðeplum kringum 1840. Vínmyglan,
sem stofnaði hinu auðuga Suður-Frakklandi í voða,
kom til Bordeaux með amerískum vínstokkum árið
1878, og stikilsberjasveppurinn (Stikkelsbærdræ-
heren) fluttist til Evrópu um 1900, með amerískum
stikilsberjagræðlingum.
Hvað má læra af þessu? Það, að von sé til að úti-
loka einhvern sjúkdóm frá ósmituðum héruðum, með
því að hanna eða takmarka innflutning plantna eða
plöntuhluta, sem geti borið sóttkveikjur sjúkdómsins.
Hefðu menn algerlega bannað allan innflutning á kart-
öflum frá Ameríku til Evrópu fyrir 1840, mundi kart-
öflumyglan vera óþekkt hér i álfu. Á því hefði spar-
ast svo mikið fé á hverju ári, að það næmi milliörð-
um króna.
1 þessu tilliti liefir ísland ágæta aðstöðu, vegna