Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 17
13 Ú N A Ð A R R I T
11
sýkjast jarðepli sömu tegundar fremur í leir- en sand-
jarðvegi.
Auk kartaflanna getur kartöflumyglan sýkt ýms-
ar aðrar plöntur af sömu ætt (Solanum) og einstaka
fjarskyldari. Það þýðingarmesta í þessu sambandi er
árás kartöflumyglunnar á rauðaldin. Smitun kemur
venjulega úr einhverjum nálægum kartöflugarði, og
ber fyrst á veikinni, er hin miðþroska (middeltidligc)
kartöfluafbrigði veikjast. Veikinnar verður helzt vart
hjá óklipnum rauðaldinum, sumpart á blöðum og
stönglum, þar sem hún lýsir sér líkt og á lcartöflugras-
inu, og suinpart á aldinunum, er brúnlitast af ógreini-
legum blettur. Blettirnir koma venjulega fyrst í ljós
neðst eða á hliðum aldininna, en ekki á stílendanum.
Stundum kemur það fyrir, að öll aldinin sýkjast.
Kartöflumyglan er ættuð úr fjalllendi Suður-Ame-
ríku, og hefir að sögn háð kartöflurækt Indíána frá
alda öðli. Hún kom ekki lil Evrópu fyr en 1830—1840,
og án efa með jarðeflum frá Ameríku. Árið 1845 var
hún orðin all-útbreidd, og olli miklu tjóni i flestum
löndum Evrópu. Á írlandi olli hún uppskerubresti,
sem hafði í för með sér hungursneyð og mestu erfið-
leika meðal hinna fátæku íbúa eyjarinnar. Að veiki
þessi hefir ekki svo örlagaríkar afleiðingar nú á tím-
um, er því að þakka, að nú eru aðallega ræktuð harð-
ger afbrigði, og menn hirða betur um alla plöntu-
rækt. Stundum eru þó skilyrðin veikinni svo hagstæð,
að stórtjón hlýzt af. Hinn illræmdi faraldur kartöflu-
myglunnar í Þýzkalandi árið 1910 olli tjóni, sem met-
ið var á 1 milljarð gullmarka. í Danmörku var kart-
öfluuppskeran 1927 svo léleg, að næsta vetur á eftir
varð kartöfluskortur, og varð þá í marga inánuði að
flytja inn jafnmikið af kartöflum og svaraði því, sem
neytt er í Kaupmannahöfn.
Varnir. Varnir gegn kartöflumyglu eru aðallega
þessar: Að rækta kartöl'lur i vel framræstum jarðvegi,