Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 39
B U N A Ð A R R I T
33
unni í cldinn. Stuttu eftir innflutning amerísku vín-
viðaranganna kom upp nýr sjúkdómur á vínviðarekr-
unum, svo að lá við algerðum uppskerubresti. Vín-
viðarlaufið visnað og sölnað, löngu áður en þrúg-
urnar þroskuðust. Þessi nýi sjúkdómur, vímnyglan,
hreiddist svo ört út, að menn fóru að örvænta um
framtíð vínræktarinnar og héldu að hið auðuga Suð-
ur-Frakkland myndi veslast upp í fátækt. En í öllum
þessum hörmungum gerðu menn einkennilegar athug-
anir í Médoc: Vínviðir þeir, sem stóðu meðfram öll-
um stígum á vínviðarhjöllunum og höfðu verið spraut-
aðir með eitruðum hlásteins- og kalkvökva, til þess að
þeir, sem framhjá gcngu, freistuðust ekki til þess að
hnupla þrúgunum, stóðu iðgrænir og báru þroskaðar
þrúgur, þótt allir. aðrir vínviðir visnuðu og eyði-
legðust. Hinn franslti grasa- og plöntusjúkdómafræð-
ingur, Millardet, prófessor í Bordeaux, ferðaðist um
hin sýktu svæði og fór þá að athuga þetta fyrirbrigði
uánar. Þá komst hann að því, að blásteinsvökva-
sprautun sveið laufblöðin og var þess vegna ekki not-
hæf, en kalksprautun gerði ekki neitt gagn. En sam-
bland þessara tveggja upplausna var óskaðleg laufi
plantnanna, en var sem eitur gegn myglusveppnum.
Með margbrotnum tilraunum komst Millardet að raun
um, hvaða vökvablöndu væri heppilegust og á hvaða
tíma sprautunin ætti fram að fara. Þetta nýreynda
varnarmeðal nefndi hann Bordeauxvökva og þegar á
árinu U383 var unnt að nota hann, en árið 1885 var
nákvæmur leiðarvísir við notkun vökvans búinn til.
Þetta nýja meðal ruddi sér lil rúms um heim allan,
scm varnarlyf gegn ótal sveppum, er hafa loftsmitun.
Því að það er ekki einungis vínmyglan, heldur einnig
t. d. kartöfiumyglan, kímblaðamyglan, eplaskurfan
o. in. f 1., sem urint er að halda í skefjum á þennan hátt.
Tilbúninífiir Bordcauxvökva. 100 Iítrar af 2% Bor-
deauxvökva eru búnir til á þennan hátt:
3