Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 73
BÚNAÐARRIT
67
Það, sem hér hefir verið bent á, mun vera nægilegt
til þess að gera yður ljóst, að víxlfrjófgun getur átt
sér stað meðal sveppanna. Afleiðingarnar af því eru
þær, að ný afbrigði geta orðið til við dreifingu arfber-
anna milli afkvæmanna. Og það skemmtilegasta við
þetta allt saman er, að sýnt hefir verið fram á víxl-
frjófgun hjá svartryði, en það er einmitt þessi svepp-
ur, sem hefir svo mörg smitunarafbrigði, að sennilegt
er, að þau hafi ekki getað myndast nema með víxl-
frjófgun.
Vér getum þá dregið efni þessa langa kafla saman
á þessa leið: Framkoma smitunarafbrigða, sem eru
að því er virðist „ný“, getur orsakast af úrvali náttúr-
unnar meðal þeirra afbrigða, sein til eru, en raunveru-
lega ný afbrigði, sem hafa öðruvísi arfgengi en foreldr-
arnir, verðum vér að álíta fram komin við víxlfrjófg-
un eða í einstöku tilfellum við stökkbreytingu. í öllu
falli virðast allar staðreyndir benda í þessa átt. Og
fyrirfram urðum vér líka að búast við því, að sömu
öfl ynnu að myndun nýrra smitunarafbrigða og þau,
sem vinna að myndun nýrra afbrigða meðal nytja-
jurtanna. Þess verður vart langt að bíða, að menn búi
til ný smitunarafbrigði með víxlfrjófgun og sanni
með því þær líklegu tilgátur, sem menn nú hafa mynd-
að sér. Við slíkar tilraunir verða menn cðlilega að
nota „hreinar línur“ af sveppum, sem hver fyrir sig
er afkomandi einstaks grós, og einnig verða menn að
þekkja nákvæmlega smitunarafl þeirra beggja.
Nú, er ég lýk kaflanum um liið arfræna smitunar-
afl, vil ég aðeins fara nokkrum orðum um hið kjar-
ræna smitunarafl, svo að þér hafið þá fengið allt með.
b. HiÖ kjarræna smilunarafl. Sérhver sníkjusvepp-
ur getur eðlilega ekki beitt smitunaral'li sínu, nema
við góð lífskjör. Þar eð gróið getur ekki spírað án
raka, er eitthvert ákveðið rakastig nauðsynlegt fyrir
hverja svepptegund, til þess að sinitun gæti átt sér