Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 25
B Ú N A Ð A R R I T
19
hinnar einangruðu legu landsins. Gera má ráð fyrir,
að unnt sé að halda óþægilegum plöntusjúkdómum
utan við landsteinana með tímabæru innflutnings-
banni eða innflutningshöftum. Og hin íslenzku lög
um varnir gegn plöntusjúkdómum, frá 7. apríl 1927,
hafa þegar veitt nægilega heimild til þess að koma
slíkum ráðstöfunum fram.
Á meginlöndum, eins og t. d. í Evrópu, berast sjúk-
dómarnir auðvitað hæglega yfir landamærin. En þó eru
möguleikar til þess að útiloka ýmsa sjúkdóma. Sumir
sjúkdómar eins og kartöflumyglan, ryðsveppir og
méldögg' ljerast ávalt loftleiðina, en aðrir hreiðast iit
í jarðveginum eins og vörtupest. Sóttkveikjurnar falla
þá til jarðar og setjast þar að, og þ^ess vegna getur
dreifing þeirra aðeins átt sér stað yfir stuttar vega-
lengdir, og þá aðallega með vatni. Þér munið skilja,
að það er ómögulegt að útiloka hina fyr nefndu sjúk-
dóma, með því að loka landamærunum með lögreglu-
verði, vindarnir l)era þá inn yl'ir landið hátt yfir höfði
lögreglunnar. Aftur á inóti er von uni að takast megi
að útiloka sjúkdóma eins og vörtupest, því að sótt-
kveikjurnar eru jarðbundnar og komast því ekki til
annara landa, nema með veikum jarðeplum eða plönt-
um úr sýktum jarðvegi, en það getur lögregluvörð-
urinn hetur ráðið við.
Plöntusjúkdómalöggjöf ér einasta leiðin til þess
að halda nýjum sjúkdómum utan landsins, hefta
innflutning þeirra eða fresta honum. Sakir þessa hafa
öll menningarlönd sett sér slík lög, sem eru meira
eða minna ströng í kröfum sínum, eftir því í hvaða
landi þau eru. Sem dæmi upp á mjög ströng lög má
nefna þau, sem gilda í Balkanríkjunum (Plant Quar-
antine Act, 20. ág. 1912). Samkvæmt þeim eru stöðugt
útgefnar sóttkvíunarráðstafanir, sem mikill fjöldi
plöntusjúkdómafróðra manna hefir eftirlit með.