Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 143
BÚNAÐARRIT
137
Sé nú þessi skepnueign bændanna lögð til grundvall-
ar, enda þó hún vitanlega sé ekki nákvæm, en annað
nákvæmara er ekki að fá, þá má gera áætlun um hverj-
ar meðal tekjur bændanna hafa verið.
Skýrsla sú, er hér birtist á eftir, sýnir bú meðal-
bóndans í hverri sýslu:
Fyrst er hrossaeignin. Hún er mest í Rangárvalla-
sýslu, þar á meðal bóndinn 12,9 hross. Minst er hún
í Gullbringusýslu, ekki nema 1,3 á meðalbónda. Það
atriðið, sem er sérstaklega athyglisvert við hrossaeign-
ina er það, að í mörgum sýsluin er svo lítið af folöld-
um og tryppum, að það er hvergi nærri nægilegt til að
viðhalda stofninum. Hér eru það staðhættirnir, sem
skapa þennan mismun. Hrossauppeldið er ákaflega
misdýrt í hinum ýmsu héruðum landsins, og því er það
að bændur sjá það, að það borgar sig betur að láta
aðrar skepnur en hross umsetja fóðrið í afurðir. Þeir
ala því ekki upp hross sjálfir, heldur kaupa þau úr
héruðum, þar sem uppeldið kostar minna. Hér er um
eðlilega verkaskiftingu að ræða, og undir hana ber
heldur að ýta en hitt. En um leið og hún vex, vaxa
líka möguleikar fyrir sölu hrossa inilli bænda í land-
inu sjálfu. Þessa möguleika þarf að nota betur en gert
hefir verið, og ekkert væri eðlilegra en samvinnufé-
lögin, sem flestir bændur landsins eru í, tæku að sér
að koma lagi á hrossaverzlunina í landinu sjálfu, svo
bændurnir í þeim héruðum, sem ekki borgar sig að
ala hrossin upp í, gætu gegnum samvinnufélögin feng-
ið góð hross keypt, milliliðalaust frá bændunum í þeim
héruðum, sem ódýrara er að ala hrossin upp í.
Sem tekjur af hrossunum, heí'i ég áætlað eins mikinn
hluta úr hrossi til förgunar, og bóndinn hefir liluta
úr folaldi, og áætlað hrossið á kr. 100. Þar sem folalds-
eignin nær ekki 0,1 á meðal bónda er henni sleppt.
í næstu dálkum er nautgripaeign meðalbóndans
sundurliðuð. Hún er líka misjöfn. Mest er hún í Kjós-