Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 35
B Ú N A Ð A R R I T
29
Við almennan landbúnað er ómögulegt að sótt-
hreinsa jarðveginn, því að til þess þyrfti svo mikið
af lyfjum, að ein sótthreinsun myndi kosta heilt jarð-
arverð, Úr því það er elcki kleift að nota eitur, til þess
að útrýma sýklunum á ökrunum, verður að finna
annað áhrifaríkt ráð til þess. Þá hlýtur mönnum ó-
sjálfrátt að detta snltur i hug. Það væri hugsanlegt að
svelta sýklana til dauða með því að láta þá ekki kom-
ast í tæri við þær plöntur, sem þeir lifa á og aulca kyn
sitt á. Síðar verður vikið nánar að smituninni, en í
þessu sambandi er nægilegt að benda á, að sóttkveikj-
urnar eru venjulega mjög vandar að vali sínu á þeim
plöntum, sein þær lifa á. Þannig lifir vefþrársveppur
kálsins (Kaalbroksvamp) og brúnrotnun kálsins
(Brunbakteriose) aðeins á plöntum af krossblóma-
ættinni, og vefþráðarsveppur kartöflunnar (Kartoffel-
broksvamp) aðeins á henni og einstöku öðrum plönt-
um sömu ættar. Ef vér nú, með nægilega löngum sáð-
skiftum, vörnum einhverjum sýklurn að geta sest á
þær plöntur, sem þeir geta þrifist á, er það bersýni-
legt, að þessir sýklar liljóta að lokum að deyja af
næringarskorti. Við framkvæmd svona sultarsáðskipta,
verður fyrst að taka tillit til lwe lcngi hverjir sýklar
geta varðveitt grómagn sitt, er þeir hvíla í jörðinni (en
sá tími getur verið mjög mismunandi og allt að 10
árum), því að lífseigja þeirra ákveður lengd sáð-
skiptisins. En svo verður að taka tillit til ýmislegs
annars. Sveppur eins og vefþrá kálsins lifir einnig á
f jölda annara plantna af krossblómaættinni, sem sum-
ar hverjar eru illgresi, og það eru einmitt þær plönt-
ur, er geta treint líl'ið í sveppnum á einhverju vissu
svæði, jafnvel þótt eigi séu þar ræktaðar nytjajurtir
þessarar ættar. Ennfremur verður að gæta þess, að
flytja ekki nýja sýkla á svæðið með lnisdýraáburði
eða einhverju öðru.