Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 173
BÚNAÐARRIT
167
a. með betri ræktun, betri fóðrun, kynbótum og úrvali
í búfjárræktinni o. s. frv. Önnur leiðin er sú, að lækka
dreifingarkostnaðinn eða álagninguna frá framleið-
anda til neytanda, svo að hlutdeild framleiðandans í
söluverðinu hækki, og í þriðja lagi er bein hækkun
söluverðsins t. d. í skjóli verndartolla. Bezt er það
vitanlega, frá sjónarmiði félagsins og bændanna, ef
eilthvað getur áunnist á öllum þessum herlinum
samtímis, enda liefir íélagið fylkt liði sínu á þeim
öllum.
Á stríðsárunum var sett hámarksverð m. a. á m'arg-
ar landbúnaðarvörur, en það verð var oft langt fyrir
neðan framleiðsluverð. Félagið sýndi þá þrásinnis
fram á þetta, með því að leggja fram kostnaðarrcikn-
inga, þ. e. búreikninga, sem ekki urðu véfengdir, og
fékk með þessu móti réttlátara hámarksverð í mörg-
um tilfellum.
Til þess að komast fram hjá óhæfilega háum drcif-
ingarkostnaði og álagningu, hefir félagið m. a. barist
fyrir því, að fá bættar samgöngur á sjó og landi,
fengið settar reglur um hámarksálagningu og beitt
sér fyrir stofnun sölusamlaga fyrir landbúnaðaraf-
urðir, er taka yfir stærri eða smærri umdæmi. Þann-
ig hefir það átt þátt í því að koma á mjólkursölu-
bandalagi fyrir allt landið, stofnun kornforðabúranna
og kaupskyldu á norsku korni. Þá má nefna flesk-
bandalagið, eggjabandalagið og mjólkurafurðabanda-
lagið (= sölusambandið).
Fyrir tilhlutun félagsins voru gerðar breytingar á
reglunum um kjötskoðun á sláturhúsinu í Osló, er
höfðu í för með sér 50000 króna árlega lækkun á
kjötskoðunarkostnaðinum, sem framleiðendurnir
höfðu vitanlega orðið að borga. Það hefir komið því
til leiðar, að nú er spunnið kamgarn úr norskri ull,
og þar með fást úr henni fallegri dúkar en áður. Við
það hefir aukizt eftirspurn eftir diikum og klæðnaði