Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 45
B Ú N A Ð A R R I T
39
anir á plöntusjúkdómum og hugleiðingar um orsakir
þeirra, enda þótt ýmiskonar hjátrú loði oft við þær.
Ef vér athugum hvað Theophrastos (um 350 f. Kr.)
segir um ryðsvepp á korni, þá er það á þessa leið:
„Meðal korntegundanna er bygg enn næmara fyrir
ryðsveppi heldur en hveiti. Meðal byggtegundanna
eru sumar næmari en aðrar, en þó einkum sii tegund,
sem kennd er við Achilles. Ennfremur er mikill mis-
munur á næminu vegna legu akranna og eðlis þeirra.
Þær ekrur, sem liggja hátt og á næðingssömum
stöðum eru ónæmar eða lítt næmar fyrir ryðsveppi,
en ekrur á láglendi og á skjólgóðum stöðum eru miklu
næmari fyrir sveppnum. — En einkum her mikið á
ryðsveppi um tunglfyllingu."
Að þessari síðustu setningu undanskilinni, gæti
þetta hafa verið ritað í gær. Þetta er meira að segja
svo gott og gilt, að vér getum notað athuganir Theo-
phrasts á næminu, sem leiðbeiningar við niðurskipun
efnisins. Thcophrastos greinir á milli tvennskonar
næmis, annars, sem skapast af eðlisfari plantnanna,
því að hann lítur á næmi, sein eiginleika tegundanna,
og hins, sem mótast af ytri lífskjörum, þar eð hann
réttilega lætur næmið vera undir lífskjörum komið.
Þess vegna er það í fyllsta samræmi við það, sem
Theophrastos hefir sagt, er vér virðum næmið fyrir
oss frá tveim sjónarmiðum: Frá sjónarmiði arfræns
næmis og lcjarræns næmis (den anlægsbestemte og
den kaarbestemte Modtageliglied).
a. Hið arfræna næmi. Ágætt dæmi arfræns næmis
og ónæmis (Immunitet) er vörtupestin meðal kart-
öfluafbrigðanna. Um 1870—1880 komust enskir bænd-
ur að því, að tegundin Snowdrop sýktist aldrei af
vörtupest, jafnvel þótt hún væri rækluð í vörtupestar-
veikum jarðvegi. Þessi athugun varð til þess, að menn
hót'u skipulagða starfsemi í þá átt, að mynda ný
kartöfluafbrigði, sem væru ónæm fyrir veikinni. Og